Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2015 20:00 Fornleifafræðingarnir með jarðsjána í gær á svokölluðum Fornufjósum, sem þeir telja núna að sé hið forna Þykkvabæjarklaustur. Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir. Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa". Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri, sem bera merki þess að hafa verið klaustrið. Fundurinn kemur mjög á óvart á þessum stað, enda hafa menn til þessa talið að klaustrið hafi verið á öðrum stað. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld í viðtali við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði. „Ég held að við höfum bara dottið í lukkupottinn því ég held að við höfum fundið rústir Þykkvabæjarklausturs. Það kom verulega á óvart, má segja. Rústirnar eru ekki á þeim stað þar sem var talið að klaustrið hafi staðið," segir Steinunn. Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri austan Mýrdalssands starfaði sem munkaklaustur Ágústínusarreglunnar en tíu manna hópur íslenskra og breskra fornleifafræðinga hefur frá því á mánudag leitað að rústum þess með jarðsjám. Í gær fannst óvenju stór rúst. Tækin sýndu rústir ferhyrndrar byggingar, um 40 sinnum 45 metrar á kant. „Hún er mjög stór miðað við byggingar frá þessum tíma, - þetta er náttúrlega á miðöldum, - og grunnflöturinn er um 1.500 fermetrar."Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Klaustrið starfaði frá árinu 1168 og til siðaskipta árið 1550 eða um nærri 400 ára skeið. Steinunn hafði áður fundið Skriðuklaustur í Fljótsdal með jarðsjá en í framhaldinu var ákveðið að leita að öllum klaustrunum níu sem voru á Íslandi í kaþólskum sið á miðöldum. Rústir flestra hinna klaustranna eru týndar, að sögn Steinunnar. Rústirnar á Þykkvabæjarklaustri fundust í túni um 200 metra frá kirkjunni á stað sem kallast Fornufjós og hafa menn því talið að þar hafi verið fjós klaustursins. Steinunn telur það ólíklegt enda sjáist engin merki um að básar eða annað tengt fjósi hafi verið í byggingunni. Þvert á móti svipi henni mjög til klaustursins sem fannst á Skriðuklaustri.Rúst stórbyggingarinnar mæld í gær. Hún er um 200 metra frá kirkjunni en til þessa hefur verið talið að klaustrið hafi staðið við kirkjuna. Fyrir aftan kirkjuna sést í stuðlabergssúlu sem reist var á þeim stað til minningar um klaustrið.Mynd/Steinunn Kristjánsdóttir.Til þessa hefur verið álitið að klaustrið hafi staðið þar sem Þykkvabæjarklausturskirkja er nú. Þar í kring fundust hins vegar engin merki um klaustrið, aðeins garðlög. Steinunn telur því mjög líklegt að klaustrið sé fundið á þessum nýja stað. Úr þvi fáist hins vegar vart skorið nema með könnunarskurði hvort þetta sé klaustrið eða fjósið. Hópurinn heldur norður í land á morgun að leita fleiri klaustra. Beita á sömu tækni við rannsóknir á Munkaþverá og Möðruvöllum í Eyjafirði. Þorlákur helgi, sem tekinn var í dýrlingatölu og Þorláksmessa er kennd við, tók þátt í að stofna Þykkvabæjarklaustur og var ábóti þess áður en hann varð biskup. Meðal munka í Þykkvabæjarklaustri var Eysteinn Ásgrímsson, sem orti helgikvæðið Lilju, en haft var á orði að „allir vildu Lilju kveðið hafa".
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira