Góð hlaup fyrir byrjendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. maí 2015 14:15 Elísabet Margeirsdóttir og litahlaupið í Beirút. vísir/stefán/getty „Hlaupasumarið byrjaði með Víðavangshlaupi ÍR sumardaginn fyrsta og svo fylgdi Vormaraþon Félags maraþonhlaupara strax í kjölfarið en það er alltaf vinsælt hlaup hjá langhlaupurum. Ég finn núna strax fyrir auknum áhuga hjá fólki og margir farnir að plana sumarhlaupin og ég er gríðarlega spennt fyrir hlaupasumrinu. Helst vildi ég taka þátt í sem flestum hlaupum og þá helst náttúruhlaupunum,“ segir Elísabet Margeirsdóttir en um þessar mundir eru landsmenn farnir að dusta rykið af hlaupaskónum og hjólunum fyrir sumarið. Meðal nýjunga í sumar verður einmitt Mt. Esja Maraþonið sem verður hluti af Mt. Esja Ultra hlaupinu sem fer fram í fjórða sinn þann 20. júní og er Elísabet ein skipuleggjenda þess hlaups. „Við erum mjög stolt að kynna fyrsta fjallamaraþon landsins sem verður veisla fyrir alla náttúruunnendur og ævintýrafólk. Keppendur munu hlaupa mjög fjölbreytta 42 km langa leið við rætur fjallsins og í fjallinu sjálfu. Það verður spennandi að fylgjast með hlaupurum og við hvetjum áhugasama um að koma og fylgjast með við Esjurætur,“ segir Elísabet. „Einnig er ég mjög spennt að prófa The Color Run hlaupið og ætli það verði ekki einhvers konar djamm hlauparans sem dregur alla vini og fjölskyldu með til að kynna þessu frábæru hreyfingu og útivist. Það er alla vega góð tilbreyting að fara í stórt hlaup með fullt af fólki þar sem einblínt er á gleði og gaman og á sama tíma tekið smá frí frá klukkunni og hraðamælingum.“ Elísabet segir að The Color Run sé sérstaklega spennandi fyrir þá sem gera ekki mikið af því að hlaupa og því fullkomið hlaup til að prófa. „Ég mun hvetja alla sem ég þekki til að skella sér í þetta hlaup og þá sérstaklega þá sem eru ekki alveg komnir af stað en langar að prófa.“ „Fimm kílómetrar er vegalengt sem getur hentað öllum og fyrir þá sem eru rétt að byrja væri gott að skokka í 1-2 mínútur í einu, ganga á móti í 3-5 mínútur og stoppa svo í stutta stund á öllum litastöðvunum og auðvitað spjalla við þá sem maður hittir. Allir byrjendur ættu að byrja að hlaupa á spjallhraða og litahlaupið er ábyggilega frábært hlaup til að æfa sig að vera á spjallhraðanum,“ segir Elísabet að lokum. Tengdar fréttir Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00 Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30 Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
„Hlaupasumarið byrjaði með Víðavangshlaupi ÍR sumardaginn fyrsta og svo fylgdi Vormaraþon Félags maraþonhlaupara strax í kjölfarið en það er alltaf vinsælt hlaup hjá langhlaupurum. Ég finn núna strax fyrir auknum áhuga hjá fólki og margir farnir að plana sumarhlaupin og ég er gríðarlega spennt fyrir hlaupasumrinu. Helst vildi ég taka þátt í sem flestum hlaupum og þá helst náttúruhlaupunum,“ segir Elísabet Margeirsdóttir en um þessar mundir eru landsmenn farnir að dusta rykið af hlaupaskónum og hjólunum fyrir sumarið. Meðal nýjunga í sumar verður einmitt Mt. Esja Maraþonið sem verður hluti af Mt. Esja Ultra hlaupinu sem fer fram í fjórða sinn þann 20. júní og er Elísabet ein skipuleggjenda þess hlaups. „Við erum mjög stolt að kynna fyrsta fjallamaraþon landsins sem verður veisla fyrir alla náttúruunnendur og ævintýrafólk. Keppendur munu hlaupa mjög fjölbreytta 42 km langa leið við rætur fjallsins og í fjallinu sjálfu. Það verður spennandi að fylgjast með hlaupurum og við hvetjum áhugasama um að koma og fylgjast með við Esjurætur,“ segir Elísabet. „Einnig er ég mjög spennt að prófa The Color Run hlaupið og ætli það verði ekki einhvers konar djamm hlauparans sem dregur alla vini og fjölskyldu með til að kynna þessu frábæru hreyfingu og útivist. Það er alla vega góð tilbreyting að fara í stórt hlaup með fullt af fólki þar sem einblínt er á gleði og gaman og á sama tíma tekið smá frí frá klukkunni og hraðamælingum.“ Elísabet segir að The Color Run sé sérstaklega spennandi fyrir þá sem gera ekki mikið af því að hlaupa og því fullkomið hlaup til að prófa. „Ég mun hvetja alla sem ég þekki til að skella sér í þetta hlaup og þá sérstaklega þá sem eru ekki alveg komnir af stað en langar að prófa.“ „Fimm kílómetrar er vegalengt sem getur hentað öllum og fyrir þá sem eru rétt að byrja væri gott að skokka í 1-2 mínútur í einu, ganga á móti í 3-5 mínútur og stoppa svo í stutta stund á öllum litastöðvunum og auðvitað spjalla við þá sem maður hittir. Allir byrjendur ættu að byrja að hlaupa á spjallhraða og litahlaupið er ábyggilega frábært hlaup til að æfa sig að vera á spjallhraðanum,“ segir Elísabet að lokum.
Tengdar fréttir Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00 Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30 Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45 Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Gaf öllum í liðinu sínu sérhönnuð heyrnartól og hátalara Damian Lillard, leikstjórnandi Portland Trail Blazers, kom öllum í liðinu sínu skemmtilega á óvart í morgun. 17. apríl 2015 16:00
Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Tveir þriðju miðanna sem í boði verða hafa selst nú þegar. 7. apríl 2015 13:30
Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run Dansunnendum var boðið upp á að taka þátt í hlaupinu. 28. apríl 2015 16:45