Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr myndinni Hrútar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. maí 2015 12:15 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Hrútar eftir Grím Hákonarson er frumsýnt hér á Vísi. Myndin var í aprílmánuði valin til sýningar í Un Certain Regard flokknum á Cannes kvikmyndahátíðinni. Myndin sjálf verður frumsýnd á hátíðinni sjálfri sem hefst eftir slétta viku. „Þetta er stærsta kvikmyndahátíð í heimi. Það eru mörg þúsund myndir sem sækjast eftir því að komast á hana og að við séum valin inn í keppnina er gríðarlegur heiður fyrir okkur sem stöndum að myndinni og heiður fyrir íslenska kvikmyndagerð að eiga fulltrúa á þessari stóru hátíð,“ sagði Grímur Hákonarson, leikstjóri, í viðtali við Vísi eftir að tilkynnt hafði verið um að myndin yrði sýnd á Cannes. Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Hrútar eftir Grím Hákonarson er frumsýnt hér á Vísi. Myndin var í aprílmánuði valin til sýningar í Un Certain Regard flokknum á Cannes kvikmyndahátíðinni. Myndin sjálf verður frumsýnd á hátíðinni sjálfri sem hefst eftir slétta viku. „Þetta er stærsta kvikmyndahátíð í heimi. Það eru mörg þúsund myndir sem sækjast eftir því að komast á hana og að við séum valin inn í keppnina er gríðarlegur heiður fyrir okkur sem stöndum að myndinni og heiður fyrir íslenska kvikmyndagerð að eiga fulltrúa á þessari stóru hátíð,“ sagði Grímur Hákonarson, leikstjóri, í viðtali við Vísi eftir að tilkynnt hafði verið um að myndin yrði sýnd á Cannes. Hrútar fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hrútar valin til þátttöku á Cannes-kvikmyndahátíðinni Mynd Gríms Hákonarsonar er fjórða íslenska myndin í fullri lengd sem valin er til þátttöku á hátíðinni. 16. apríl 2015 10:15