Lífið

Rétt ákvörðun að láta dansarana hennar Maríu Ólafs fjúka

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lesendur Vísis eru sammála Eyfa og Reyni um dansarana í íslenska Eurovisionatriðinu.
Lesendur Vísis eru sammála Eyfa og Reyni um dansarana í íslenska Eurovisionatriðinu.
Lesendur Vísis eru sammála Eyjólfi Kristjánssyni og Reyni Þór Eggertssyni um að það hafi verið rétt að láta dansarana í Eurovisionatriðinu fjúka.

Sjá einnig: Eyfi og Reynir sakna ekki dansaranna

„Ég held að það hafi verið gott move, fyrirgefið slettuna, að taka inn fleiri bakraddir í staðin fyrir dansarana,“ sagði Eyjólfur tónlistarmaður í Eurovísi í síðustu viku þar sem hann og Reynir voru gestir.

Eurovision 2015
Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.

Reynir sagði að hafa tvo dansara skapa hættu á að draga athygli frá Maríu Ólafs á sviðinu.

Vísir spurði lesendur hvað þeim finnst um málið og ekki stóð á svörum. 123 sögðu að það hafi verið röng ákvörðun að láta dansarana víkja en heldur fleirum þótti það rétt, eða 231. Könnunin fór fram nafnlaust en 354 atkvæði bárust.

Hér má hlusta á Eurovísisþáttinn með þeim Eyfa og Reyni:

Hér má sjá hvernig dansararnir komu út í Eurovisionmyndbandi Íslands í ár:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.