Ísland í dag: Ráðlagt að fara í fóstureyðingu en barnið fæddist heilbrigt Ásgeir Erlendsson skrifar 5. maí 2015 21:45 Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þeim var ráðlagt af nokkurri sannfæringu að fara í fóstureyðingu þar sem læknar töldu líkur á að barnið þeirra væri með alvarlegan litningargalla. Þau fóru fram á frekari rannsóknir og þær sýndu fram á annað. Barnið fæddist og í dag eiga þau heilbrigða stúlku. Ísland í dag tók þau Guðbjörgu Hrefnu Árnadóttur og Einar Örn Adolfsson tali en þau segja erfitt að hugsa til þess að þau hefðu aldrei vitað, ef önnur ákvörðun hefði verið tekin, að barnið þeirra væri í raun heilbrigt.„Þetta var versti tími lífs míns“ Undanfarið ár hefur reynt mikið á ungu hjónin Guðbjörgu og Einar. Þau giftu sig í fyrra og stuttu síðar kom í ljós að Guðbjörg var barnshafandi. Gleðin sem því fylgdi tók óvænta stefnu þegar haldið var í tuttugu vikna sónar. „Þetta byrjaði á því að við fengum að vita að þetta væri stelpa, sem var yndislegt,“ segir Guðbjörg Hrefna. „En svo fór hann eitthvað að líta á skjáinn og þá sagði hann að það væri ekki alveg eins og það ætti að vera.“ Fæðingarlæknir var fenginn til og sagði hann að eitthvað mikið væri að fótum barnsins. Guðbjörg og Einar segja læknana hafa metið stöðuna sem svo að eitthvað meira lægi að baki og töldu miklar líkur á að um alvarlegan litningargalla væri að ræða. Ráðlögðu þeir hjónunum að framkalla fæðingu. „Vöðvarýrnunarsjúkdómur, SMA, var ein getgáta,“ segir Einar Örn. „Edwards-heilkenni, sem er líka eitthvað sem maður bara lætur ekki barn ganga í gegnum.“Þeir vildu, á þessum tímapunkti, að þið færuð í fóstureyðingu?„Já,“ segir Einar. „Þá hefði hún bara þurft að ganga í gegnum fæðingu, jarðarför og alltsaman.“ „Ég grét allan daginn, ég svaf ekkert,“ segir Guðbjörg um þá erfiðu daga sem fylgdu í kjölfarið. „Ég bara grét og grét. Þetta var versti tími lífs míns.“Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag.Vísir/Stöð 2Anja Mist kom sextán vikum of fljótt Hjónin vildu að frekari rannsóknir færu fram áður en svo stór ákvörðun væri tekin. Þau fengu að fara í legvatnsstungu, sem leiddi í ljós að barnið þjáðist af hvorki SMA né Edwards-heilkenni. „Ég var inni á klósetti og Einar hringdi í mig,“ segir Guðbjörg. „Ég var með systur Einars og ég hágrét og við hágrétum saman af gleði. Þetta var yndislegt.“ En þar með var ekki öll sagan sögð. Litla stúlkan fæddist sextán viknum fyrir tímann og var í bráðri lífshættu vegna þess hve snemma hún kom í heiminn. Dvölin á vökudeildinni var því löng. Litla stúlkan hlaut nafnið Anja Mist og er heilbrigð í dag. Hún þarf þó að vera með spelkur fyrst um sinn. Innslagið um Önju í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira