Pell fæddist í New Orleans og bjó þar til fimmtán ára aldurs, en þegar fellibylurinn Katarína lagði hverfið hans í rúst var öll fjölskylda hans flutt til Mississippi. Hann tók þó með sér tónlistarmenningu borgarinnar og hefur með henni skipað sér sess í rappsenunni vestanhafs. Fyrsta plata Pell, Floating While Dreaming, kom út í fyrra og hefur hlotið frábærar viðtökur.
Herra Hnetusmjör gaf út sitt fyrsta lag aðeins 16 ára gamall en í raun byrjaði hann ferilinn 11 ára gamall, þegar hann rappaði með vini sínum undir naninu Herra Hnetusmjör og Sulta. Hann sló í gegn hjá yngri kynslóðinni í byrjun árs 2014 þegar lagið hans Elías gerði það gott á YouTube. Síðan þá hefur hann komið fram með helstu rapphundum landsins, þar á meðal Gísla Pálma, Gauta, Blaz og sveitinni Úlfur Úlfur, auk þess að spila á stórum viðburðum á borð við Airwaves, AK-Extreme og Hobsin.
Þá hefur verið tilkynnt um alla tónlistarmennina sem koma fram á tónleikunum í ágúst. Miðasala hefst á miði.is þann 13. maí klukkan 10.00.