Hjartnæm mynd í dreifingu á samfélagsmiðlum Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2015 12:28 "Þetta snerti við mér og var mjög fallegt svo ég tók mynd.“ Mynd/Na Son Nguyen Mynd af ungum dreng faðma og hughreysta systur sína hefur farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Myndin er sögð hafa verið tekin í Nepal og vera af tveggja ára stúlku og fjögurra ára bróðir hennar. Í raun var myndin tekin í Norður-Víetnam árið 2007. Samkvæmt BBC hefur fólk reynt að hafa upp á börnunum og jafnvel reynt að setja af stað söfnun fyrir þau. Raunverulegur ljósmyndari myndarinnar er víetnamski ljósmyndarinn Na Son Nguyen. Hann segist hafa tekið myndina í smáu þorpi í Víetnam. „Ég var á ferð í gegnum þorpið en stoppaði þar sem tvö börn voru að leik fyrir framan hús þeirra á meðan foreldrar þeirra voru við vinnu á ökrunum. Litla stúlkan, sem trúlega var um tveggja ára, fór að gráta í návist ókunnugs manns. Þá faðmaði drengurinn sem var kannski þriggja ára systir sína til að hugga hana,“ segir Na Son Nguyen. „Þetta snerti við mér og var mjög fallegt svo ég tók mynd.“ Myndina birti hann á bloggsíðu sinni og þremur árum seinna var hún komin í dreifingu á Facebook í Víetnam. Þá var myndin sögð af yfirgefnum munaðarleysingjum. Þar að auki hefur myndinni einnig verið dreift í gegnum árin þar sem börnin hafa verið sögð vera munaðarleysingjar frá Búrma eða fórnarlömb borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Na son hefur reynt að koma í veg fyrir þennan misskilning með litlum sem engum árangri. „Þetta er líklega sú mynd mín sem fengið hefur mesta dreifingu, en því miður hefur það verið í röngu samhengi.“ Two & a half year old sister being protected by her 4 year old brother in Nepal. Amazing photo. pic.twitter.com/mU075HXE3w— Historical Pics (@HistoricalPics) May 1, 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Mynd af ungum dreng faðma og hughreysta systur sína hefur farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Myndin er sögð hafa verið tekin í Nepal og vera af tveggja ára stúlku og fjögurra ára bróðir hennar. Í raun var myndin tekin í Norður-Víetnam árið 2007. Samkvæmt BBC hefur fólk reynt að hafa upp á börnunum og jafnvel reynt að setja af stað söfnun fyrir þau. Raunverulegur ljósmyndari myndarinnar er víetnamski ljósmyndarinn Na Son Nguyen. Hann segist hafa tekið myndina í smáu þorpi í Víetnam. „Ég var á ferð í gegnum þorpið en stoppaði þar sem tvö börn voru að leik fyrir framan hús þeirra á meðan foreldrar þeirra voru við vinnu á ökrunum. Litla stúlkan, sem trúlega var um tveggja ára, fór að gráta í návist ókunnugs manns. Þá faðmaði drengurinn sem var kannski þriggja ára systir sína til að hugga hana,“ segir Na Son Nguyen. „Þetta snerti við mér og var mjög fallegt svo ég tók mynd.“ Myndina birti hann á bloggsíðu sinni og þremur árum seinna var hún komin í dreifingu á Facebook í Víetnam. Þá var myndin sögð af yfirgefnum munaðarleysingjum. Þar að auki hefur myndinni einnig verið dreift í gegnum árin þar sem börnin hafa verið sögð vera munaðarleysingjar frá Búrma eða fórnarlömb borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Na son hefur reynt að koma í veg fyrir þennan misskilning með litlum sem engum árangri. „Þetta er líklega sú mynd mín sem fengið hefur mesta dreifingu, en því miður hefur það verið í röngu samhengi.“ Two & a half year old sister being protected by her 4 year old brother in Nepal. Amazing photo. pic.twitter.com/mU075HXE3w— Historical Pics (@HistoricalPics) May 1, 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira