Stórleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta fer fram á KR-vellinum í kvöld þar sem eigast við stórveldin KR og FH.
Viðureignir liðanna undanfarinn áratug eða svo hafa verið einhver besta auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu og skemmtanagildið mikið.
Sjá einnig:Hefst titilbaráttan á KR-velli?
FH-ingar höfðu lengi gott tak á KR í Frostaskjólinu, en því lauk á meistara ári KR-inga árið 2011 þegar heimamenn unnu, 2-0.
KR er ósigrað gegn FH í fimm síðustu leikjum í deild og bikar á KR-velli, en FH vann útileikinn gegn KR á síðustu leiktíð. Þá var spilað á gervigrasinu í Laugardal.
Til upprifjunar fyrir leikinn í kvöld tökum við fyrir sigur FH í Frostaskjóli 2001. FH var þá í titilbaráttu við ÍBV og ÍA, en KR átti erfitt uppdráttar eftir að verða meistari tvö ár í röð.
Jónas Grani Garðarsson kom FH yfir á 31. mínútu eftir fyrirgjöf Jóns Þorgríms Stefánssonar. Heimir Guðjónsson, núverandi þjálfari FH, tók aukaspyrnu snöggt á Jón Þorgrím en auðvitað bauð Heimir upp á utanfótar sendingu.
Jónas Grani átti einnig stóran þátt í öðru marki FH sem tryggði gestunum sigurinn. Hann tók snilldarlega við boltanum inn á teiginn og var felldur af Gunnari Einarssyni. Gísli Jóhannsson, dómari, gat ekkert annað gert en dæmt vítaspyrnu.
Á punktinn fór markamaskínan Hörður Magnússon sem sendi vítabanann Kristján Finnbogason í rangt horn. Hörður klúðraði dauðafæri á 13. mínútu þegar Kristján varði meistaralega frá honum af stuttu færi, en Herði brást ekki bogalistin á vítapunktinum.
Þetta mark er sögulegt því það er það síðasta sem Hörður Magnússon skoraði í efstu deild. Hann átti eftir að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir ÍR í 2. deildinni tveimur árum síðar áður en hann lagði skóna á hilluna.
Tryggvi Sveinn Bjarnason, sem þá var ungur varnarmaður í liði KR, minnkaði muninn á 85. mínútu eftir fyrirgjöf varamannsins Sigþórs Júlíussonar. Nær komst KR ekki.
Logi Ólafsson þjálfaði FH á þessum tíma, en hann verður einmitt að lýsa leiknum í Frostaskjólinu í kvöld. Eftir leikinn, eða klukkan 22.00, eru Pepsi-mörkin svo á dagskrá en þáttarstjórnandi er auðvitað Hörður Magnússon.
Viðureign KR og FH árið 2001 var í beinni útsendingu á Sýn, en allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Þorsteins Gunnarssonar.
Upprifjun: Höddi Magg afgreiddi KR með síðasta marki sínu í efstu deild
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
