Handbolti

Fyrsta tap Dags | Frakkland á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty
Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í dag. Þýskaland, lið Dags Sigurðarssonar, mátti sætta sig við tap gegn Spáni á útivelli, 26-20.

Spánn hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 11-8. Uwe Gensheimer var markahæstur þeirra þýsku með fimm mörk en hann tók alls þrettán skot í leiknum. Valero Rivera var markahæstur Spánverja með sex mörk.

Spánn og Þýskaland eru efst og jöfn í riðlinum með sex stig hvort en Þjóðverjar höfðu betur í leik liðanna í Þýskalandi í síðustu viku, 29-28.

Austurríki vann í sama riðli sigur á Finnlandi, 29-22, og er með fjögur stig. Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska liðsins sem á bæði eftir að spila við Spánverja á heimavelli og Þjóðverjum á útivelli.

Króatía komst á topp 1. riðils með sigri á Noregi, 31-25, en bæði lið eru nú jöfn að stigum með sex lið á toppi riðilsins. Holland kemur næst með fjögur stig og á eftir að spila við bæði toppliðin.

Svíþjóð gerði jafntefli við Slóveníu á útivelli, 28-28, og er með sjö stig á toppi 3. riðils. Slóvenía er með fimm stig og Lettland, sem tekur á móti Svíum næst á heimavelli, er með fjögur.

Frakkland tryggði sæti sitt á EM með sigri á Makedóníu á heimavelli, 35-24. Frakkar eru með fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum en Tékkar koma næstir með fimm stig og Makedónía eru svo með þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×