Lotus kemur með stórar uppfærslur til Spánar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. maí 2015 09:00 Lotus ætlar sér að uppfæra bílinn hratt á næstu vikum. Vísir/Getty Lotus liðið í Formúlu 1 ætlar að mæta til keppni á Spáni næstu helgi með miklar uppfærslur á bílum sínum. Venjan er að lið geymi stórar uppfærslur þangað til Formúla 1 kemur til Evrópu. Evrópuhluti tímabilsins hefst í ár á Spáni, næstu helgi. Lotus ætlar með uppfærslunum að komast aftur í stöðu til að keppa um stig í hverri keppni. Liðið er einungis með 12 stig eftir fjórar fyrstu keppnir tímabilsins. „Það verður áhugavert að sjá hvernig helgin fer, mörg lið eru að koma með stórar uppfærslur í fyrstu keppnina í Evrópu og við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja við komum með talsvert miklar uppfærslur á yfirbyggingu bílsins,“ sagði Nick Chester, tæknistjóri Lotus. „Það er talsvert spennandi að sjá hvernig uppfærslur liðin koma með. Hvað okkar væntingar varðar gerum við ráð fyrir að eiga góða keppni í Barselóna, líkt og við áttum í Kína og Barein,“ bætti Chester við. Aðstoðarliðsstjóri Lotus, Federico Gastaldi telur að sumar uppfærslur liðsins muni vekja mikla athygli annarra liða. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að bæta bílinn og reyna að auka getu hans. Það eru möguleikar á því að sumar uppfærslurnar muni vekja mikla athygli í Barselóna og í keppninni þar á eftir í Mónakó. Það má segja að það sé búið að vera nóg að gera í Enstone,“ sagði Gastaldi. Formúla Tengdar fréttir Sonur Schumacher vann sinn fyrsta kappakstur Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það á svo sannarlega vel við í tilviki Michael Schumacher og sonar hans, Mick. 27. apríl 2015 16:45 Moss: Rosberg vinnur Hamilton aldrei Formúlu 1 goðsögnin Stirling Moss segir að Nico Rosberg eigi ekki möguleika á að vinna Lewis Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitil á meðan þeir eru í sama liði. 1. maí 2015 16:45 Bílskúrinn: Barátta í Barein Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel. 22. apríl 2015 14:30 Hamilton fyrstur í mark í Barein Lewis Hamilton á Mercedes vann Formúlu 1 keppnina í Barein í dag. Hamilton vann sína þriðju keppni á tímabilinu. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. 19. apríl 2015 16:32 Hakkinen: Ekki viss um hvort Ferrari ætti að halda Raikkonen Tvöfaldi heimsmeistarinn Mika Hakkinen segir Ferrari eiga erfiða ákvörðun fyrir höndum. Ferrari þarf að ákveða hvort það vill framlengja samning Kimi Raikkonen. 28. apríl 2015 16:00 Eyðsluþak með snúning Fyrrum forseti FIA, Max Mosley hefur lengi verið talsmaður einhverskonar eyðsluþaks í Formúlu 1. Hann hefur nú komið fram með nýja hugmynd um útfærslu á slíku. 29. apríl 2015 15:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lotus liðið í Formúlu 1 ætlar að mæta til keppni á Spáni næstu helgi með miklar uppfærslur á bílum sínum. Venjan er að lið geymi stórar uppfærslur þangað til Formúla 1 kemur til Evrópu. Evrópuhluti tímabilsins hefst í ár á Spáni, næstu helgi. Lotus ætlar með uppfærslunum að komast aftur í stöðu til að keppa um stig í hverri keppni. Liðið er einungis með 12 stig eftir fjórar fyrstu keppnir tímabilsins. „Það verður áhugavert að sjá hvernig helgin fer, mörg lið eru að koma með stórar uppfærslur í fyrstu keppnina í Evrópu og við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja við komum með talsvert miklar uppfærslur á yfirbyggingu bílsins,“ sagði Nick Chester, tæknistjóri Lotus. „Það er talsvert spennandi að sjá hvernig uppfærslur liðin koma með. Hvað okkar væntingar varðar gerum við ráð fyrir að eiga góða keppni í Barselóna, líkt og við áttum í Kína og Barein,“ bætti Chester við. Aðstoðarliðsstjóri Lotus, Federico Gastaldi telur að sumar uppfærslur liðsins muni vekja mikla athygli annarra liða. „Við höfum unnið hörðum höndum að því að bæta bílinn og reyna að auka getu hans. Það eru möguleikar á því að sumar uppfærslurnar muni vekja mikla athygli í Barselóna og í keppninni þar á eftir í Mónakó. Það má segja að það sé búið að vera nóg að gera í Enstone,“ sagði Gastaldi.
Formúla Tengdar fréttir Sonur Schumacher vann sinn fyrsta kappakstur Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það á svo sannarlega vel við í tilviki Michael Schumacher og sonar hans, Mick. 27. apríl 2015 16:45 Moss: Rosberg vinnur Hamilton aldrei Formúlu 1 goðsögnin Stirling Moss segir að Nico Rosberg eigi ekki möguleika á að vinna Lewis Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitil á meðan þeir eru í sama liði. 1. maí 2015 16:45 Bílskúrinn: Barátta í Barein Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel. 22. apríl 2015 14:30 Hamilton fyrstur í mark í Barein Lewis Hamilton á Mercedes vann Formúlu 1 keppnina í Barein í dag. Hamilton vann sína þriðju keppni á tímabilinu. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. 19. apríl 2015 16:32 Hakkinen: Ekki viss um hvort Ferrari ætti að halda Raikkonen Tvöfaldi heimsmeistarinn Mika Hakkinen segir Ferrari eiga erfiða ákvörðun fyrir höndum. Ferrari þarf að ákveða hvort það vill framlengja samning Kimi Raikkonen. 28. apríl 2015 16:00 Eyðsluþak með snúning Fyrrum forseti FIA, Max Mosley hefur lengi verið talsmaður einhverskonar eyðsluþaks í Formúlu 1. Hann hefur nú komið fram með nýja hugmynd um útfærslu á slíku. 29. apríl 2015 15:30 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sonur Schumacher vann sinn fyrsta kappakstur Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það á svo sannarlega vel við í tilviki Michael Schumacher og sonar hans, Mick. 27. apríl 2015 16:45
Moss: Rosberg vinnur Hamilton aldrei Formúlu 1 goðsögnin Stirling Moss segir að Nico Rosberg eigi ekki möguleika á að vinna Lewis Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitil á meðan þeir eru í sama liði. 1. maí 2015 16:45
Bílskúrinn: Barátta í Barein Lewis Hamilton rétt náði að koma fyrstur í mark í spennandi keppni. Pastor Maldonado tókst ekki að klára og Valtteri Bottas varðist vel. 22. apríl 2015 14:30
Hamilton fyrstur í mark í Barein Lewis Hamilton á Mercedes vann Formúlu 1 keppnina í Barein í dag. Hamilton vann sína þriðju keppni á tímabilinu. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Nico Rosberg á Mercedes þriðji. 19. apríl 2015 16:32
Hakkinen: Ekki viss um hvort Ferrari ætti að halda Raikkonen Tvöfaldi heimsmeistarinn Mika Hakkinen segir Ferrari eiga erfiða ákvörðun fyrir höndum. Ferrari þarf að ákveða hvort það vill framlengja samning Kimi Raikkonen. 28. apríl 2015 16:00
Eyðsluþak með snúning Fyrrum forseti FIA, Max Mosley hefur lengi verið talsmaður einhverskonar eyðsluþaks í Formúlu 1. Hann hefur nú komið fram með nýja hugmynd um útfærslu á slíku. 29. apríl 2015 15:30