
Hjólreiðafólk er hvatt til að merkja hjólatengdar myndir og stöðuuppfærslur með myllumerkinu #hjolamal á samfélagsmiðlum

Hlaupasumarið byrjaði aldeilis með trompi á sumardaginn fyrsta en þá var haldið 100. Víðavangshlaup ÍR. Þátttakendur voru um 1200 talsins en það rúmlega tvöföldun frá því í fyrra og samkeppni því ansi hörð.
Á laugardaginn var Vormaraþon Félags maraþonhlaupara haldið í mikilli blíðu og var bæði keppt í heilu og hálfu maraþoni. Hlaupið var ræst í Elliðárdalnum og leiðin lá um Fossvogsdal, Nauthólsvík og allaleið að snúningspunkti á Ægissíðu og til baka en maraþonhlauparar fara leiðina tvisvar.