Eigandi steradrykkjarins ekki náinn vinur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2015 19:21 Jóhann Birgir í leik gegn Haukum. Vísir/pjetur Handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson segir að eigandi steradrykksins sem hann tók sopa af hafi ekki verið náinn vinur hans. Hann hafi heldur ekki verið einn af hans reglulegu æfingafélögum. Hann sé viðkomandi þó þakklátur fyrir að hafa viðurkennt fyrir sér að drykkurinn sem hann gaf Jóhanni sopa af hafi innihaldið anavar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jóhann sendi Vísi. Jóhann var sem kunnugt er dæmdur í sex mánaða keppnisbann þar sem hann féll á lyfjaprófi að loknum bikarúrslitaleik FH og ÍBV þann 28. febrúar. Í sýni Jóhanns fundust vefaukandi sterara. Lyfjaráð fór fram á tveggja ára dóm yfir honum en niðurstaðan var sex mánuðir. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs, sagði við Vísi að dómurinn væri viss vonbrigði. Hann hefði sætt sig við eins árs dóm en Jóhann Birgir er á 21. aldursári. Crossfit samband Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag vegna fréttar af Jóhanni og keppnisbanninu. Sagði Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður Crossft sambands Íslands að íþróttamenn ættu að axla ábyrgð og ómögulegt væri að ætla annað en að Jóhann Birgir vissi hvað væri í drykknum.Ekki reglulegur æfingafélagi Sá sem átti drykkinn sem Jóhann Birgir tók sopann af, hvorki vinur né reglulegur æfingafélagi að hans sögn, sagði við Jóhann að í drykknum hefði verið anavar „eins og (hjá) 90% Crossfitara í keppnum.“ Jóhann segist í yfirlýsingunni æfa með félögum sínum í Crossfit Hafnarfjarðar. Hann hafi þó ekki tekið sopa af umræddum drykk þar. „Þetta var í öðrum æfingasal s.s. þar sem æfðar eru íþróttir sem eru undir ÍSÍ og ekki einn af reglulegu æfingafélögum mínum.“ Jóhann ítrekar að hann hafi aldei sagt neitt um crossfitara. Þau orð hafi hann einfaldlega eftir eiganda drykkjarins þegar Jóhann leitaði skýringa á því hvernig á því stæði að vefaukandi sterar hefðu fundist í lyfjaprófinu.Þakklátur aðilanum en gefur ekki upp nafn hans „Af skiljanlegum ástæðum get ég ekki ekki gefið upp nafn viðkomandi þar sem viðurkenning hefði aldrei fengist ef hætta væri á að upp kæmist um aðilann. Ég er þakklátur aðilanum fyrir að viðurkenna sinn hlut og koma með gögn fram í málinu sem gerðu að verkum að ég var ekki dæmdur fyrir ásetning annars íþróttamanns,“ segir Jóhann. Varðandi fullyrðingu kunningjans um anavar notkun hjá iðkendum í Crossfit segir Jóhann ekki vita hvort hann hafi verið að milda aðkomu sína að málinu eða afsaka efnanotkunina. Hver heilsteyptur Crossfittari og almenningur hljóti að átta sig á því að orðum sé ofaukið. „Ljóst er að Crossfit er frábær íþrótt og leitt er ef Crossfit samband Íslands eða Crossfit Hafnarfjarðar, þar sem ég hef æft inn á milli, verða fyrir ástæðulausum álitshnekki. Félagar mínir í Crossfit Hafnarfjarðar komu hér hvergi nærri,“ segir Jóhann Birgir. Honum þyki leitt að ef sá misskilningur sé uppi að ummælin um Crossfitara og anavar séu frá honum komin. Sömuleiðis hafi það valdið einhverjum óþægindum sem hafi ekkert með málið að gera. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson segir að eigandi steradrykksins sem hann tók sopa af hafi ekki verið náinn vinur hans. Hann hafi heldur ekki verið einn af hans reglulegu æfingafélögum. Hann sé viðkomandi þó þakklátur fyrir að hafa viðurkennt fyrir sér að drykkurinn sem hann gaf Jóhanni sopa af hafi innihaldið anavar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jóhann sendi Vísi. Jóhann var sem kunnugt er dæmdur í sex mánaða keppnisbann þar sem hann féll á lyfjaprófi að loknum bikarúrslitaleik FH og ÍBV þann 28. febrúar. Í sýni Jóhanns fundust vefaukandi sterara. Lyfjaráð fór fram á tveggja ára dóm yfir honum en niðurstaðan var sex mánuðir. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs, sagði við Vísi að dómurinn væri viss vonbrigði. Hann hefði sætt sig við eins árs dóm en Jóhann Birgir er á 21. aldursári. Crossfit samband Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag vegna fréttar af Jóhanni og keppnisbanninu. Sagði Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður Crossft sambands Íslands að íþróttamenn ættu að axla ábyrgð og ómögulegt væri að ætla annað en að Jóhann Birgir vissi hvað væri í drykknum.Ekki reglulegur æfingafélagi Sá sem átti drykkinn sem Jóhann Birgir tók sopann af, hvorki vinur né reglulegur æfingafélagi að hans sögn, sagði við Jóhann að í drykknum hefði verið anavar „eins og (hjá) 90% Crossfitara í keppnum.“ Jóhann segist í yfirlýsingunni æfa með félögum sínum í Crossfit Hafnarfjarðar. Hann hafi þó ekki tekið sopa af umræddum drykk þar. „Þetta var í öðrum æfingasal s.s. þar sem æfðar eru íþróttir sem eru undir ÍSÍ og ekki einn af reglulegu æfingafélögum mínum.“ Jóhann ítrekar að hann hafi aldei sagt neitt um crossfitara. Þau orð hafi hann einfaldlega eftir eiganda drykkjarins þegar Jóhann leitaði skýringa á því hvernig á því stæði að vefaukandi sterar hefðu fundist í lyfjaprófinu.Þakklátur aðilanum en gefur ekki upp nafn hans „Af skiljanlegum ástæðum get ég ekki ekki gefið upp nafn viðkomandi þar sem viðurkenning hefði aldrei fengist ef hætta væri á að upp kæmist um aðilann. Ég er þakklátur aðilanum fyrir að viðurkenna sinn hlut og koma með gögn fram í málinu sem gerðu að verkum að ég var ekki dæmdur fyrir ásetning annars íþróttamanns,“ segir Jóhann. Varðandi fullyrðingu kunningjans um anavar notkun hjá iðkendum í Crossfit segir Jóhann ekki vita hvort hann hafi verið að milda aðkomu sína að málinu eða afsaka efnanotkunina. Hver heilsteyptur Crossfittari og almenningur hljóti að átta sig á því að orðum sé ofaukið. „Ljóst er að Crossfit er frábær íþrótt og leitt er ef Crossfit samband Íslands eða Crossfit Hafnarfjarðar, þar sem ég hef æft inn á milli, verða fyrir ástæðulausum álitshnekki. Félagar mínir í Crossfit Hafnarfjarðar komu hér hvergi nærri,“ segir Jóhann Birgir. Honum þyki leitt að ef sá misskilningur sé uppi að ummælin um Crossfitara og anavar séu frá honum komin. Sömuleiðis hafi það valdið einhverjum óþægindum sem hafi ekkert með málið að gera.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Crossfitarar ósáttir: Íþróttamenn sem falla á lyfjaprófum eiga að axla ábyrgð Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarformaður CrossFit Sambands Íslands, segir engar líkur á að handknattleikskappinn Jóhann Birgir Ingvarsson hafi ekki vitað að hann var að taka stera. 19. maí 2015 14:45
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15
Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag fór lyfjaráð ÍSÍ fram á tveggja ára keppnisbann yfir handboltamanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 18. maí 2015 16:11