Aðdáendur reiðir yfir nauðgunaratriði í Game of Thrones Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2015 13:11 Sophie Turner í hlutverki Sönsu Stark og George R. R. Martin. Vísir/AFP Varúð, ef þú ert ekki búinn að sjá sjötta þátt nýjustu seríunnar af Game of Thrones sem sýndur var á Stöð 2 í gær, mun þessi grein spilla fyrir þér. Aðdáendur bæði Game of Thrones þáttanna og bókaseríunnar A Song of Ice and Fire virðast vera í uppnámi vegna endis síðasta þáttar sjónvarpsseríunnar. Þar nauðgaði Ramsay Bolton Sönsu Stark eftir brúðkaup þeirra og neyddi hann Theon Greyjoy til að horfa á. Brúðkaupið hefur verið titlað The Black Wedding. Margir hinna reiðu segja Sönsu hafa þolað nóg í þáttunum. Fyrst var hún trúlofuð prinsinum Joffrey, sem lét taka föður hennar af lífi og beitti hana ofbeldi. Svo var hún látin giftast Tyrion Lannister, sem var þó hinn almennilegasti við hana. Hún hefur þó verið í ótta um líf sitt frá því í fyrstu seríu þáttanna. Aðdáendur bókanna virðast þó vera reiðari en aðrir og kvarta yfir því að söguþráðurinn varðandi Sönsu hafi breyst of mikið á milli bókanna annars vegar og þáttanna hins vegar. Á bloggsíðu sinni skrifar George R. R. Martin, höfundur A Song of Ice and Fire, að hann hafi fengið fjöldann allan af tölvupóstum og athugasemdum á síðunni sinni vegna atriðisins. Hann segir framleiðendur þáttanna hafa leyfi til að breyta sögunni úr bókunum.Tvær mismunandi frásagnir af sömu sögu „Hve mörg börn átti Scarlett O´Hara? Þrjú, í bókinni. Eitt, í kvikmyndinni. Ekkert, í alvörunni. Hún var skáldaður karakter, hún var aldrei til. Þættirnir eru þættirnir og bækurnar eru bækurnar: Tvær mismunandi frásagnir af sömu sögu.“ Hann segir að allt frá fyrsta þætti hafi verið munur á milli bókanna og þáttanna. Smávægilegar breytingar hafi leitt til stærri breytinga. Heimur Martin er gífurlega flókinn og í bókunum er sagt frá honum úr mismunandi sjónarhornum. „Það er sjaldgæft að sjónvarpsseríur fylgi frumefni sínu svo náið eftir. Ef þið efið það, talið við aðdáendur Harry Dresden eða þá sem lásu bækurnar um Sookie Stackhouse, eða aðdáendur Walking Dead teiknimyndabókanna.“ Hann segir að því lengur sem þættirnir eru í sýningu því umfangsmeiri verði breytingarnar „David, Dan, Bryan og HBO eru að gera eins góða þætti og þeir geta. Á meðan er ég að reyna að skrifa eins góðar bækur og ég get. Það er satt að breytingarnar verða meiri og meiri. En við ætlum okkur að koma að sama stað að lokum.“ #blackwedding Tweets Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones slær nýtt met í ólöglegu niðurhali Fimmti þáttur fimmtu seríu var sóttur 2,2 milljón sinnum á netinu á tólf tímum. 12. maí 2015 13:31 Þáttum úr nýrri þáttaröð Game of Thrones lekið á netið Fyrsti þátturinn frumsýndur í kvöld en fyrstu fjórir þættirnir komnir á sjóræingjasíður. 12. apríl 2015 12:11 George R.R. Martin birti kafla úr nýjustu bók sinni Höfundur Game of Thrones gefur aðdáendum bókanna sýnishorn af nýjustu bókinni. 3. apríl 2015 12:44 George R. R. Martin skrifar nýja þætti fyrir HBO Margir aðdáendur vilja að hann einbeiti sér frekar að því að ljúka Winds of Winter. 8. apríl 2015 18:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Varúð, ef þú ert ekki búinn að sjá sjötta þátt nýjustu seríunnar af Game of Thrones sem sýndur var á Stöð 2 í gær, mun þessi grein spilla fyrir þér. Aðdáendur bæði Game of Thrones þáttanna og bókaseríunnar A Song of Ice and Fire virðast vera í uppnámi vegna endis síðasta þáttar sjónvarpsseríunnar. Þar nauðgaði Ramsay Bolton Sönsu Stark eftir brúðkaup þeirra og neyddi hann Theon Greyjoy til að horfa á. Brúðkaupið hefur verið titlað The Black Wedding. Margir hinna reiðu segja Sönsu hafa þolað nóg í þáttunum. Fyrst var hún trúlofuð prinsinum Joffrey, sem lét taka föður hennar af lífi og beitti hana ofbeldi. Svo var hún látin giftast Tyrion Lannister, sem var þó hinn almennilegasti við hana. Hún hefur þó verið í ótta um líf sitt frá því í fyrstu seríu þáttanna. Aðdáendur bókanna virðast þó vera reiðari en aðrir og kvarta yfir því að söguþráðurinn varðandi Sönsu hafi breyst of mikið á milli bókanna annars vegar og þáttanna hins vegar. Á bloggsíðu sinni skrifar George R. R. Martin, höfundur A Song of Ice and Fire, að hann hafi fengið fjöldann allan af tölvupóstum og athugasemdum á síðunni sinni vegna atriðisins. Hann segir framleiðendur þáttanna hafa leyfi til að breyta sögunni úr bókunum.Tvær mismunandi frásagnir af sömu sögu „Hve mörg börn átti Scarlett O´Hara? Þrjú, í bókinni. Eitt, í kvikmyndinni. Ekkert, í alvörunni. Hún var skáldaður karakter, hún var aldrei til. Þættirnir eru þættirnir og bækurnar eru bækurnar: Tvær mismunandi frásagnir af sömu sögu.“ Hann segir að allt frá fyrsta þætti hafi verið munur á milli bókanna og þáttanna. Smávægilegar breytingar hafi leitt til stærri breytinga. Heimur Martin er gífurlega flókinn og í bókunum er sagt frá honum úr mismunandi sjónarhornum. „Það er sjaldgæft að sjónvarpsseríur fylgi frumefni sínu svo náið eftir. Ef þið efið það, talið við aðdáendur Harry Dresden eða þá sem lásu bækurnar um Sookie Stackhouse, eða aðdáendur Walking Dead teiknimyndabókanna.“ Hann segir að því lengur sem þættirnir eru í sýningu því umfangsmeiri verði breytingarnar „David, Dan, Bryan og HBO eru að gera eins góða þætti og þeir geta. Á meðan er ég að reyna að skrifa eins góðar bækur og ég get. Það er satt að breytingarnar verða meiri og meiri. En við ætlum okkur að koma að sama stað að lokum.“ #blackwedding Tweets
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones slær nýtt met í ólöglegu niðurhali Fimmti þáttur fimmtu seríu var sóttur 2,2 milljón sinnum á netinu á tólf tímum. 12. maí 2015 13:31 Þáttum úr nýrri þáttaröð Game of Thrones lekið á netið Fyrsti þátturinn frumsýndur í kvöld en fyrstu fjórir þættirnir komnir á sjóræingjasíður. 12. apríl 2015 12:11 George R.R. Martin birti kafla úr nýjustu bók sinni Höfundur Game of Thrones gefur aðdáendum bókanna sýnishorn af nýjustu bókinni. 3. apríl 2015 12:44 George R. R. Martin skrifar nýja þætti fyrir HBO Margir aðdáendur vilja að hann einbeiti sér frekar að því að ljúka Winds of Winter. 8. apríl 2015 18:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Game of Thrones slær nýtt met í ólöglegu niðurhali Fimmti þáttur fimmtu seríu var sóttur 2,2 milljón sinnum á netinu á tólf tímum. 12. maí 2015 13:31
Þáttum úr nýrri þáttaröð Game of Thrones lekið á netið Fyrsti þátturinn frumsýndur í kvöld en fyrstu fjórir þættirnir komnir á sjóræingjasíður. 12. apríl 2015 12:11
George R.R. Martin birti kafla úr nýjustu bók sinni Höfundur Game of Thrones gefur aðdáendum bókanna sýnishorn af nýjustu bókinni. 3. apríl 2015 12:44
George R. R. Martin skrifar nýja þætti fyrir HBO Margir aðdáendur vilja að hann einbeiti sér frekar að því að ljúka Winds of Winter. 8. apríl 2015 18:00