Hollenska stúlkan komin úr fangelsi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 12:00 Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur. Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur.
Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52
Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00
Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17
Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41