SönderjyskE nældi sér í mikilvægt stig í botnbaráttu dönsku deildarinnar í kvöld er Randers kom í heimsókn.
Leik liðanna lyktaði með jafntefli, 1-1.
Þrír Íslendingar eru á mála hjá félögunum en aðeins einn kom við sögu. Það var Theodór Elmar Bjarnason sem lék allan leikinn fyrir Randers.
Baldur Sigurðsson sat á bekknum hjá SönderjyskE og Ögmundur Kristinsson var á bekknum hjá Randers.
SönderjyskE er í tíunda sæti deildarinnr en Randers því fjórða.
