Lögregla kölluð til vegna mótmælanda á tónleikum Hinsegin kórsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2015 18:23 Hinsegin kórinn birti meðfylgjandi mynd á Facebook-síðu sinni. Hinsegin kórinn hélt árlega vortónleika sína í Seltjarnarneskirkju í gær. Tónleikarnir gengu vel að sögn Gunnlaugs Braga Björnssonar formanns sem bætir þó við að eitt atvik hafi varpað skugga á þá „fölskvalausu gleði“ sem einkenni tónleika kórsins. Hinsegin kórinn flaggaði regnbogafánanum við kirkjuna sem fór öfugt ofan í mann um þrítugt. Þegar kórinn hafði lokið upphitun sinni, um klukkustund áður en tónleikarnir áttu að hefjast, mætti maðurinn í anddyrið, gaf sig á tal við kórfélaga og spurði þá ýmissa óþægilegra spurninga að því er segir í tilkynningu sem Gunnlaugur sendi út fyrir hönd kórsins. „Maðurinn lýsti því yfir að það væri ekki boðlegt að flagga regnbogafána við íslenska kirkju enda væri biblían skýr í afstöðu sinni til hinsegin fólks,“ segir Gunnlaugur.Hef ekkert á móti fólki eins og ykkur en... „Líkt og algengt er þegar ausið er úr fordómaskálunum tilkynnti maðurinn að hann hefði „ekkert á móti svona fólki eins og ykkur“ en fáninn yrði að fara niður og að í raun ætti félagsskapur sem okkar ekkert erindi í þetta hús.“ Starfsmenn kirkjunnar lögðu til að fjarlægja fánann enda ekki venjan að flagga fánum á borð við þennan á fánastöng kirkjunnar. Eftir samtal við sóknarprestinn fékk kórinn hins vegar leyfi til að hafa fánann uppi fram yfir tónleika. „Hinsegin kórinn hefur haldið tónleika vítt og breitt, þar á meðal í ýmsum kirkjum og í öllum tilfellum flaggað regnbogafána í tilefni tónleika.“Kölluðu til lögreglu Þar með var sagan ekki búinn því maðurinn var allt annað en sáttur við þessa niðurstöðu. „Hinn sjálfskipaði siðferðisvörður tók þeirri ákvörðun prestsins þó ekki vel, heldur hóf aðgerðir til að fjarlægja og stela fána kórsins. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með aðförinni, bæði kórfélagar, tónleikagestir og íbúar nærliggjandi húsa.“ Gunnlaugur segir að þegar ljóst var að viðkomandi myndi ekki láta af hegðun sinni, yfirlýsingum og dónaskap í garð kórfélaga hafi lögregla verið kölluð til. „Hún brást hratt og vel við, fjarlægði viðkomandi og óskaði kórfélögum góðs gengis á tónleikunum,“ segir Gunnlaugur og þakkar lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina. Kórinn hafi svo skilið fánann eftir sem gjöf til kirkjunnar. Vonast hann og félagar hans í kórnum til þess að fánanum verði flaggað sem oftast í þágu mannréttinda og margbreytileika. „Það eru atvik sem þessi sem minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Hinsegin fólk verður enn fyrir aðkasti og mismunun í íslensku samfélagi þó að lagaleg staða þess sé afar góð. Það eru svona einstaklingar sem sýna okkur hvers vegna félagsskapur á borð við Hinsegin kórinn er nauðsynlegur. Saman vinnum við að betri heimi og sköpum smám saman samfélagslegt jafnrétti fyrir alla.“Tilkynning frá Hinsegin kórnum.Vortónleikar okkar fóru fram í Seltjarnarneskirkju í gær, laugardaginn 16. maí. Tó...Posted by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir on Sunday, May 17, 2015 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Hinsegin kórinn hélt árlega vortónleika sína í Seltjarnarneskirkju í gær. Tónleikarnir gengu vel að sögn Gunnlaugs Braga Björnssonar formanns sem bætir þó við að eitt atvik hafi varpað skugga á þá „fölskvalausu gleði“ sem einkenni tónleika kórsins. Hinsegin kórinn flaggaði regnbogafánanum við kirkjuna sem fór öfugt ofan í mann um þrítugt. Þegar kórinn hafði lokið upphitun sinni, um klukkustund áður en tónleikarnir áttu að hefjast, mætti maðurinn í anddyrið, gaf sig á tal við kórfélaga og spurði þá ýmissa óþægilegra spurninga að því er segir í tilkynningu sem Gunnlaugur sendi út fyrir hönd kórsins. „Maðurinn lýsti því yfir að það væri ekki boðlegt að flagga regnbogafána við íslenska kirkju enda væri biblían skýr í afstöðu sinni til hinsegin fólks,“ segir Gunnlaugur.Hef ekkert á móti fólki eins og ykkur en... „Líkt og algengt er þegar ausið er úr fordómaskálunum tilkynnti maðurinn að hann hefði „ekkert á móti svona fólki eins og ykkur“ en fáninn yrði að fara niður og að í raun ætti félagsskapur sem okkar ekkert erindi í þetta hús.“ Starfsmenn kirkjunnar lögðu til að fjarlægja fánann enda ekki venjan að flagga fánum á borð við þennan á fánastöng kirkjunnar. Eftir samtal við sóknarprestinn fékk kórinn hins vegar leyfi til að hafa fánann uppi fram yfir tónleika. „Hinsegin kórinn hefur haldið tónleika vítt og breitt, þar á meðal í ýmsum kirkjum og í öllum tilfellum flaggað regnbogafána í tilefni tónleika.“Kölluðu til lögreglu Þar með var sagan ekki búinn því maðurinn var allt annað en sáttur við þessa niðurstöðu. „Hinn sjálfskipaði siðferðisvörður tók þeirri ákvörðun prestsins þó ekki vel, heldur hóf aðgerðir til að fjarlægja og stela fána kórsins. Nokkur fjöldi fólks fylgdist með aðförinni, bæði kórfélagar, tónleikagestir og íbúar nærliggjandi húsa.“ Gunnlaugur segir að þegar ljóst var að viðkomandi myndi ekki láta af hegðun sinni, yfirlýsingum og dónaskap í garð kórfélaga hafi lögregla verið kölluð til. „Hún brást hratt og vel við, fjarlægði viðkomandi og óskaði kórfélögum góðs gengis á tónleikunum,“ segir Gunnlaugur og þakkar lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina. Kórinn hafi svo skilið fánann eftir sem gjöf til kirkjunnar. Vonast hann og félagar hans í kórnum til þess að fánanum verði flaggað sem oftast í þágu mannréttinda og margbreytileika. „Það eru atvik sem þessi sem minna okkur á að baráttunni er ekki lokið. Hinsegin fólk verður enn fyrir aðkasti og mismunun í íslensku samfélagi þó að lagaleg staða þess sé afar góð. Það eru svona einstaklingar sem sýna okkur hvers vegna félagsskapur á borð við Hinsegin kórinn er nauðsynlegur. Saman vinnum við að betri heimi og sköpum smám saman samfélagslegt jafnrétti fyrir alla.“Tilkynning frá Hinsegin kórnum.Vortónleikar okkar fóru fram í Seltjarnarneskirkju í gær, laugardaginn 16. maí. Tó...Posted by Hinsegin kórinn - Reykjavík Queer Choir on Sunday, May 17, 2015
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira