Rangt mat sönnunargagna þarf að hafa haft áhrif á niðurstöðuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“ Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Til þess að fallast megi á endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar þarf að sýna fram á að rangt mat sönnunargagna hafi haft áhrif á niðurstöðu málsins. Ólafur Ólafsson var dæmdur í fjögurra og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og markaðsmisnotkun í Al-Thani málinu. Þá var hann dæmdur til að greiða þrjár fjórðu hluta sakarkostnaðar í málinu. Hann hefur nú óskað eftir því við endurupptökunefnd að málið verði tekið til meðferðar og dómsuppsögu að nýju hvað hann varðar. Hann segir sönnunargögn í málinu hafa verið ranglega metin. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamáls koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Þar segir í c-lið að endurupptökunefnd geti orðið við beiðni um endurupptöku ef „verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.“ Það er á grundvelli þessa ákvæðis sem Ólafur óskar eftir endurupptöku en hann telur að sönnunargögn hafi verið rangt metin í Al-Thani málinu. Í dómi Hæstaréttar er vitnað í samtal sem vitnið Bjarnfreður Ólafsson á við vitnið Eggert Hilmarsson. Þar ræðir Bjarnfreður strúktúr viðskiptanna í kringum kaup Al-Thani á bréfum í Kaupþingi og vitnar til samtals sem hann átti við „Óla.“ Í dómi Hæstaréttar er gengið út frá því að umræddur Óli sé Ólafur Ólafsson enda segir í dómnum: „Ítrekað kom fram í þessu símtali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og bersýnilega var ákærði Ólafur, um ýmis atriði í tengslum við viðskipti með hlutabréfin.“Ólafur Ólafsson hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Al-Thani málinu fyrir markaðsmisnotkun og hlutdeild í markaðsmisnotkun.Í endurupptökubeiðni Ólafs Ólafssonar er vitnað til bréfs Bjarnfreðar Ólafssonar til endurupptökunefndar þar sem hann staðfestir að hann hafi í umræddu símtali verið að vitna til Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar lögmanns og sérfræðings í verðbréfamarkaðsrétti en ekki Ólafs Ólafssonar. Þá segir í beiðninni: „Í umfangsmiklum gögnum málsins er hvergi að finna gögn sem gefa til kynna að BÓ (Bjarnfreður Ólafsson) hafi verið í beinum samskiptum við dómfellda um upplegg viðskiptanna eða mögulega flöggunarskyldu hans.“ Þá er í bréfi til endurupptökunefndar vitnað til þess að vitnið Eggert Hilmarsson hafi tvívegis í skýrslutöku hjá lögreglu vitnað til þess að Bjarnfreður hafi notið ráðgjafar téðs Ólafs Arinbjarnar Sigurðssonar í tengslum við viðskipti Al-Thani með hlutabréf í Kaupþingi.Þurfa ekki ætluð mistök að hafa haft áhrif á niðurstöðu málsins til að fallast megi á beiðni um endurupptöku? „Jú, ég tel að það sé rétt. Ef maður skoðar dóm Hæstaréttar og textann sem þar er þá sýnist mér að þessi mistök, sem ég tel að hafi orðið, hafi haft áhrif á niðurstöðuna,“ segir Þórólfur Jónsson sem var verjandi Ólafs í Al-Thani málinu og fer nú með mál hans fyrir endurupptökunefnd. Eru einhver sakamál tekin upp? Hefur endurupptökunefnd fallist á einhverja endurupptökubeiðni í sakamáli frá því sakamálalögin tóku gildi árið 2008? „Mér sýnist við snögga skoðun að það hafi eitt mál verið tekið upp. Þetta er því ákaflega sjaldgæft en reglurnar eru þarna og þeim á að beita við ákveðnar aðstæður.“
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira