Frumsýnt á Vísi: Samkvæmisdansar Óla Geirs í nýju myndbandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2015 16:21 Samkvæmisdansararnir eru fyrirferðamiklir mynd/óli geir „Það er ógeðslega heitt þarna, stundum alveg fjörutíu gráður,“ segir Ólafur Geir Jónsson, yfirleitt kallaður Óli Geir, en hann er nýkominn heim frá Filipseyjum. Hann sendir í dag frá sér glænýtt lag. Lagið heitir Crank it up en Anna Hlín Sekulic syngur lagið. Þess má til gamans geta að akkúrat á þessum degi, fyrir sex árum síðan, endaði Anna Hlín í öðru sæti í fjórðu þáttaröð af Idol stjörnuleit. „Mér fannst röddin hennar henta laginu vel og ég hafði samband við hana. Hún var til í þetta og við dembdum okkur í hljóðver og kláruðum dæmið. Hún er ég með mjög töff rödd og ég man að ég hélt með henni í Idol,“ segir Óli Geir.Keypt af þýsku útgáfufyrirtæki Óli Geir vann að síðasta lagi sínu með Friðriki Dór en það var sungið á íslensku. „Það var erfiðara að koma því út en það hefur gengið betur með þetta. Þýskt útgáfufyrirtæki sem heitir Bang It! er búið að kaupa það og ætlar að dreifa því. Ég er nýbúinn að spila úti og er á leiðinni út til að spila meira.“ Á döfinni eru fleiri lög en engin plata. „Ég er ekki að spá í neinni plötu. Ég á tilbúin einhver fjögur lög og óþolinmæðin er alveg að fara með mig. Mann langar helst að koma þeim öllum út strax. En ætli það verði ekki um sex vikur í næsta lag,“ segir Óli Geir. Handritið að myndbandinu er eftir Birgi Ólaf Pétursson og Jóhann Birgi Jónasson en Birgir leikstýrir jafnframt myndbandinu. Viktor Aleksander Bogdanski var bak við linsuna og Aníta Hlín Guðnadóttir, Jón Eyþór Gottskálksson og Sveinbjörn Fjölnir Pétursson léku.Ekki hægt að gera öllum til geðs Myndbandið er eilítið öðruvísi en fyrri myndbönd Óla Geirs en þau hafa mörg hver innihaldið sæmilega stór partí og hann að spila. „Yfirleitt eru myndbönd við þessa tónlistarstefnu mjög svipuð. Það er einhver smá söguþráður og inn á milli má sjá brjálað partí þar sem DJ-inn er að spila. Það var annaðhvort að gera það eða fara í allt, allt aðra átt.“ Niðurstaðan var sú að fá tvo samkvæmisdansara til að taka sveiflu á meðan lagið spilast undir. Síðasta myndband Óla vakti umtal þar sem einhverjir vildu meina að hann væri að hvetja til áfengisneyslu unglinga en Óli segir að það tal hafi ekki haft nein áhrif á þetta myndband. „Það er alltaf einhver sem er óhress en ég leiddi það bara hjá mér. Þetta var svo mikil vitleysa. Tónlistarmyndbönd eru í raun stuttmyndir og hafa sinn eigin söguþráð. Ég meina ef þú sérð ungan alka í bíómynd, myndi þér detta í hug að myndin væri að hvetja til neyslu? Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Óli Geir að lokum. Myndbandið má sjá hér að neðan. Tónlist Tengdar fréttir Herra Ísland þá, nú Herra Óli Geir í Asíu. 2. maí 2015 11:30 Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Á laugardaginn verður djammað fyrir gott málefni. „Það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld," segir Óli Geir. 11. desember 2014 14:49 Óli Geir brann illa í Asíu: „Mér er illt. Ái. Áiiiiiii“ Plötusnúðurinn virðist hræddur um að fólk óski sér illt þar sem uppfærsla hans hefst á orðunum: "Gleður líklega marga að lesa þetta.“ 11. maí 2015 13:52 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það er ógeðslega heitt þarna, stundum alveg fjörutíu gráður,“ segir Ólafur Geir Jónsson, yfirleitt kallaður Óli Geir, en hann er nýkominn heim frá Filipseyjum. Hann sendir í dag frá sér glænýtt lag. Lagið heitir Crank it up en Anna Hlín Sekulic syngur lagið. Þess má til gamans geta að akkúrat á þessum degi, fyrir sex árum síðan, endaði Anna Hlín í öðru sæti í fjórðu þáttaröð af Idol stjörnuleit. „Mér fannst röddin hennar henta laginu vel og ég hafði samband við hana. Hún var til í þetta og við dembdum okkur í hljóðver og kláruðum dæmið. Hún er ég með mjög töff rödd og ég man að ég hélt með henni í Idol,“ segir Óli Geir.Keypt af þýsku útgáfufyrirtæki Óli Geir vann að síðasta lagi sínu með Friðriki Dór en það var sungið á íslensku. „Það var erfiðara að koma því út en það hefur gengið betur með þetta. Þýskt útgáfufyrirtæki sem heitir Bang It! er búið að kaupa það og ætlar að dreifa því. Ég er nýbúinn að spila úti og er á leiðinni út til að spila meira.“ Á döfinni eru fleiri lög en engin plata. „Ég er ekki að spá í neinni plötu. Ég á tilbúin einhver fjögur lög og óþolinmæðin er alveg að fara með mig. Mann langar helst að koma þeim öllum út strax. En ætli það verði ekki um sex vikur í næsta lag,“ segir Óli Geir. Handritið að myndbandinu er eftir Birgi Ólaf Pétursson og Jóhann Birgi Jónasson en Birgir leikstýrir jafnframt myndbandinu. Viktor Aleksander Bogdanski var bak við linsuna og Aníta Hlín Guðnadóttir, Jón Eyþór Gottskálksson og Sveinbjörn Fjölnir Pétursson léku.Ekki hægt að gera öllum til geðs Myndbandið er eilítið öðruvísi en fyrri myndbönd Óla Geirs en þau hafa mörg hver innihaldið sæmilega stór partí og hann að spila. „Yfirleitt eru myndbönd við þessa tónlistarstefnu mjög svipuð. Það er einhver smá söguþráður og inn á milli má sjá brjálað partí þar sem DJ-inn er að spila. Það var annaðhvort að gera það eða fara í allt, allt aðra átt.“ Niðurstaðan var sú að fá tvo samkvæmisdansara til að taka sveiflu á meðan lagið spilast undir. Síðasta myndband Óla vakti umtal þar sem einhverjir vildu meina að hann væri að hvetja til áfengisneyslu unglinga en Óli segir að það tal hafi ekki haft nein áhrif á þetta myndband. „Það er alltaf einhver sem er óhress en ég leiddi það bara hjá mér. Þetta var svo mikil vitleysa. Tónlistarmyndbönd eru í raun stuttmyndir og hafa sinn eigin söguþráð. Ég meina ef þú sérð ungan alka í bíómynd, myndi þér detta í hug að myndin væri að hvetja til neyslu? Þetta gengur bara ekki upp,“ segir Óli Geir að lokum. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Herra Ísland þá, nú Herra Óli Geir í Asíu. 2. maí 2015 11:30 Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Á laugardaginn verður djammað fyrir gott málefni. „Það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld," segir Óli Geir. 11. desember 2014 14:49 Óli Geir brann illa í Asíu: „Mér er illt. Ái. Áiiiiiii“ Plötusnúðurinn virðist hræddur um að fólk óski sér illt þar sem uppfærsla hans hefst á orðunum: "Gleður líklega marga að lesa þetta.“ 11. maí 2015 13:52 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Óli Geir, Sjomlatips og Beauty Tips safna fyrir Fjölskylduhjálp Íslands Á laugardaginn verður djammað fyrir gott málefni. „Það verður enginn á bömmer eftir þetta kvöld," segir Óli Geir. 11. desember 2014 14:49
Óli Geir brann illa í Asíu: „Mér er illt. Ái. Áiiiiiii“ Plötusnúðurinn virðist hræddur um að fólk óski sér illt þar sem uppfærsla hans hefst á orðunum: "Gleður líklega marga að lesa þetta.“ 11. maí 2015 13:52