Nýr Camaro fær 4 strokka vél Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:53 Tilgátumynd af Chevrolet Camaro 2016 Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Lekið hefur út að næsta gerð Chevrolet Camaro verði meðal annars í boði með fjögurra strokka vél sem er 270 hestöfl. Er það í fyrsta skipti sem þessi kunni kraftabíll fær svo litla vél. Vélar í bílum fara nú síminnkandi og strokkum fækkandi þrátt fyrir það að aflið þeirra aukist. Þessi nýja vél í Camaro er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en stór forþjappa eykur afl hennar verulega. Camaro verður einnig hægt að fá með V8 vél sem skilar 440 hestöflum, en núverandi V8 vél er 426 hestöfl. Þá verður hann einnig í boði með 3,6 lítra V6 vél sem er 330 hestöfl. Nýr Chevrolet Camaro verður umtalsvert léttari en núverandi bíll, þökk sé aukinni notkun áls og hann verður því talsvert betri akstursbíll, er haft eftir Chevrolet mönnum.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent