Volkswagen fjárfestir fyrir 625 milljarða á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2015 15:12 Úr verksmiðju Seat á Spáni. Svo virðist sem Spánn sé fyrirheitna landið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni þegar kemur að því að smíða nýja bíla fyrirtæksins. Volkswagen ætlar að setja upp 3 nýjar verksmiðjur á Spáni á næstunni, eina þar sem smíðaðir verða Volkswagen bílar, ein fyrir Seat bíla og ein vegna smíði nýs Audi A1, en smíði hans verður flutt frá Belgíu. Seat á Spáni, sem hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1986, náði að skila 5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra tapaði Seat 5,4 milljarði króna og hafði þá skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi samfellt í 7 ár. Það er því jákvæður viðsnúningur hjá Seat og Leon, Ibiza og Altea bílar Seat seljast nú ákaflega vel. Seat framleiðir þessa þrjá aðalbíla Seat í Martorell á Spáni og þar voru framleiddir 443.000 bílar í fyrra og jókst framleiðslan um 13%. Í verksmiðjunni er hægt að framleiða 500.000 bíla og mun vafalaust slá nærri þeirri tölu í ár. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Svo virðist sem Spánn sé fyrirheitna landið hjá Volkswagen bílafjölskyldunni þegar kemur að því að smíða nýja bíla fyrirtæksins. Volkswagen ætlar að setja upp 3 nýjar verksmiðjur á Spáni á næstunni, eina þar sem smíðaðir verða Volkswagen bílar, ein fyrir Seat bíla og ein vegna smíði nýs Audi A1, en smíði hans verður flutt frá Belgíu. Seat á Spáni, sem hefur verið í eigu Volkswagen frá árinu 1986, náði að skila 5 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra tapaði Seat 5,4 milljarði króna og hafði þá skilað tapi á fyrsta ársfjórðungi samfellt í 7 ár. Það er því jákvæður viðsnúningur hjá Seat og Leon, Ibiza og Altea bílar Seat seljast nú ákaflega vel. Seat framleiðir þessa þrjá aðalbíla Seat í Martorell á Spáni og þar voru framleiddir 443.000 bílar í fyrra og jókst framleiðslan um 13%. Í verksmiðjunni er hægt að framleiða 500.000 bíla og mun vafalaust slá nærri þeirri tölu í ár.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent