Dior sýndi "cruise" línu eins og hún kallast, á dögunum. Sýningin fór fram í höllinni Les Palace Bubbles, sem er í eigum fatahönnuðarins Pierre Cardin, er staðsett á milli Cannes og Mónakó í Suður-Frakklandi. En staðsetningin passaði fullkomlega við fatnaðinn sem sýndur var á pöllunum í þetta sinn.
Bjartir litir, skemmtileg samsetning ólíkra efna og óvenjuleg litasamsetning einkenndi línuna sem sló í gegn hjá tískuspekingunum enda flest í línunni mjög klæðilegt. Skórnir voru líka áhugaverðir, támjótt og stuttur pinnahæll.
Glamour valdi sitt uppáhalds úr línunni.






