Há klauf stenst tímans tönn Ritstjórn skrifar 22. nóvember 2016 12:45 Klaufin á kjólnum hennar Chrissy Teigen var svo há að það sást allt sem var undir kjólnum. Mynd/Getty Það er fátt sem gerir kjóla jafn kynæsandi og há klauf. Svoleiðis kjólar hafa verið í tísku í marga áratugi enda standast þeir alltaf tímans tönn. Seinustu ár klaufarnar verið að skríða sífellt hærra, svo hátt að allt sem er undir fær að flagga. Það gerðist við Chrissy Teigin á AMA hátíðinni en hún klæddist kjól sem var með tveimur himinháum klaufum. Þegar hún var að laga sig á rauða dreglinum og á sviðinu á hátíðinni mátti sjá allt sem kjóllinn átti rétt svo að fela. Hún hló þó bara af uppátækinu og gerði ekki mál úr því. Í gegnum tíðina hafa stærstu stjörnur Hollywood látið reyna á klaufina og það kemur nánast undantekningalaust fallega út. Hér fyrir neðan má sjá samansafn af stjörnum að rokka þetta fræga trend.Marilyn Monroe var óhrædd við klaufina.Mynd/GettyÞað ætti ekki að koma neinum á óvart að Mariah Carey elski háar klaufar.Mynd/GettyAnja Rubik klæddist eitt sinn þessum fallega kjól með himinhárri klauf á Met Gala árið 2012.Mynd/GettyMeira að segja Gwyneth Paltrow er í sama liði og við. Þessi klauf er óendanleg.Það fer ekkert á milli mála að þetta er frægasta klauf allra tíma. Sem og pósa.Kendall Jenner er ein af þeim fyrstu til þess að klæða kjól með tveimur himinháum klaufum á rauða dreglinum.Bella Hadid klæddist þessum fallega rauða silkikjól með hárri klauf í Cannes á þessu ári. Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour ,,Hef ég verið beðin um að sýna á mér brjóstin? Já." Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour Burberry herferð Brooklyn Beckham lítur dagsins ljós Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour
Það er fátt sem gerir kjóla jafn kynæsandi og há klauf. Svoleiðis kjólar hafa verið í tísku í marga áratugi enda standast þeir alltaf tímans tönn. Seinustu ár klaufarnar verið að skríða sífellt hærra, svo hátt að allt sem er undir fær að flagga. Það gerðist við Chrissy Teigin á AMA hátíðinni en hún klæddist kjól sem var með tveimur himinháum klaufum. Þegar hún var að laga sig á rauða dreglinum og á sviðinu á hátíðinni mátti sjá allt sem kjóllinn átti rétt svo að fela. Hún hló þó bara af uppátækinu og gerði ekki mál úr því. Í gegnum tíðina hafa stærstu stjörnur Hollywood látið reyna á klaufina og það kemur nánast undantekningalaust fallega út. Hér fyrir neðan má sjá samansafn af stjörnum að rokka þetta fræga trend.Marilyn Monroe var óhrædd við klaufina.Mynd/GettyÞað ætti ekki að koma neinum á óvart að Mariah Carey elski háar klaufar.Mynd/GettyAnja Rubik klæddist eitt sinn þessum fallega kjól með himinhárri klauf á Met Gala árið 2012.Mynd/GettyMeira að segja Gwyneth Paltrow er í sama liði og við. Þessi klauf er óendanleg.Það fer ekkert á milli mála að þetta er frægasta klauf allra tíma. Sem og pósa.Kendall Jenner er ein af þeim fyrstu til þess að klæða kjól með tveimur himinháum klaufum á rauða dreglinum.Bella Hadid klæddist þessum fallega rauða silkikjól með hárri klauf í Cannes á þessu ári.
Mest lesið Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Glamour „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour ,,Hef ég verið beðin um að sýna á mér brjóstin? Já." Glamour Alber Elbaz kveður Lanvin Glamour Burberry herferð Brooklyn Beckham lítur dagsins ljós Glamour Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Glamour Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Glamour Svona verður hárið þitt eins og á Olsen tvíburunum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour