Handbolti

Víkingar byrjaðir að styrkja sig fyrir Olís-deildina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daníel við undirritun samningsins ásamt Helga Eysteinssyni, stjórnarmanni Víkings.
Daníel við undirritun samningsins ásamt Helga Eysteinssyni, stjórnarmanni Víkings. mynd/víkingur
Daníel Ingi Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

Daníel, sem er 23 ára, kemur frá ÍR en hann er uppalinn í Austurberginu. Hann þekkir þó ágætlega til hjá Víkingi en hann lék sem lánsmaður með liðinu í 1. deildinni tímabilið 2013-14.

„Víkingar eru feykilega ánægður að hafa fengið Daniel til við sig enda er hann sterkur sóknarlega sem og varnarlega en einnig er hann með þó nokkra reynslu úr úrvalseild og mun því styrkja Víkinga mikið í komandi átökum í efstu deild,“ segir í fréttatilkynningunni.

„Víkingar lögðu mikla áherslu á að semja við Daniel nú í vor enda er hann fyrsti nýji leikmaðurinn sem þeir semja við fyrir næsta ár. Von er á fleiri fréttum af leikmannamálum Vikings fljótlega.“

Víkingur vann sér sæti í Olís-deildinni með sigri á Fjölni í umspili um sæti í efstu deild.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×