Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:16 "Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. vísir/pjetur Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira