Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. maí 2015 22:31 Mercedes fagnaði með hefðbundinni hópmynd, Hamilton virðist þó vilja vera einhversstaðar annarsstaðar. Vísir/Getty Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. Hvað olli bremsubilun Fernando Alonso, hver var maður keppninnar og hvers vegna hætti Pastor Maldonado keppni í fjórða skipti í fimm keppnum? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.McLaren kom í nýjum litum til Spánar en ekki virtist bíllinn betri á neinn annan veg.Vísir/GettyBremsubilun Alonso Fernando Alonso lenti í því óskemmtilega atviki að þurfa að hætta keppni. Bremsurnar á McLaren bíl hans ofhitnuðu. Fyrst ofhitnuðu afturbremsurnar. Alonso brá þá á það ráð að færa hæutföllin framar og bremsa meira með frambremsunum sem þá ofhitnuðu í kjölfarið. Alonso kom inn til að taka þjónustuhlé en náði ekki að stöðva innan rammans heldur rann bremsulaus áfram nokkra metra fram hjá þjónustuliði sínu. Maðurinn á tjakknum sem lyftir framhluta bílsins var afar svalur á því og gekk til hliðar þegar hann sá bílinn koma aðvífandi. Hann er afar reynslumikill. Hann hefur sinnt starfinu í um 13 ár og sá snemma að Alonso var ekki líklegur til að ná að stöðva. Ástæðan fyrir því að afturbremsurnar hitnuðu um of, var sú að filma af skyggni ökumanns, hugsanlega Alonso sjálfs festist í loftgati við bremsurnar. Ökumenn geta rifið filmur af skyggninu til að sjá betur út, slík filma olli ofhitnun afturbremsanna. Sú ofhitnun var svo orsök þess að frambremsurnar hættu að virka.Rosberg virtist gríðarlega létt eftir keppnina og fagnaði gríðarlega.Vísir/GettyMaður keppninnar Aldrei þessu vant er enginn ökumaður sem á heiðurinn klárlega skilið umfram aðra. Hins vegar verður að telja að eftir góða ræsingu og öruggan leiðangur frá rásmarki til endamarks í fyrsta sæti eigi Nico Rosberg á Mercedes heiðurinn skilið. Rosberg þurfti virkilega á 25 stigum að halda, hann var eins og sigraður maður fyrir helgina á Spáni. Nú er annað að sjá til hans og létt var yfir honum eftir keppni. Vonandi verður þetta til þess að keppnin á milli Hamilton og Rosberg herðist og við förum að sjá á þeim klærnar. Þess má geta að Rosberg var fljótastur á fyrsta degi æfinga eftir keppnina í Barselóna. Æfingarnar hófust á þriðjudaginn.Ef vel er að gáð má sjá að hliðarplötuna vantar á bíl Maldonado.Vísir/GettyPastor Maldonado Greyið maðurinn. Líklega er ekki hægt að segja meira um stöðu hans í dag annað en að hann er óheppnasti ökumaður sem sögur fara af. Hann var á góðri leið með að ná loksins í stig. Hann er enn stigalaus á tímabilinu. Liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean missti af einni beygju og var að reyna að koma sér aftur inn í keppnina þegar Lotus mennirnir lentu í samstuði. Samstuð það veikti verulega afturvænginn á bíl Maldonado. Það kom svo að því að Maldonado notaði DRS búnaðinn. Þegar hann lokaði honum aftur brotnaði önnur hliðarplatan á afturvængnum. Í næsta þjónustuhléi refi þjónustulið Lotus plötuna af og var því lítill stuðningur við afturvænginn. En áfram skrölti Maldonado þó. Hann þurfti hins vegar að hætta keppni skömmu síðar enda ekki öruggt að halda áfram, vængurinn svignaði ískyggilega á miklum hraða.Tapaði Ferrari uppfærslukeppninni eða var keppnisáætlun liðsins bara léleg?Vísir/GettyHver vann uppfærslukeppnina? Mercedes virðist hafa unnið við fyrstu sýn. Rosberg hélt því að minnsta kosti fram á blaðamannafundi eftir keppnina. Þeir virðast hafa stungið Ferrari af. Samkvæmt lauslegum útreikningum blaðamanns hefði Sebastian Vettel á Ferrari þó átt möguleika á að halda Hamilton fyrir aftan sig ef Vettel hefði tekið þjónustuhlé á sama tíma og Hamilton. Eitt er víst að Sauber virðist hafa tapað í þróunarstríðinu. Með engar uppfærslur að heita má hætti liðið að ná í stig. Spánarkeppnin var sú versta fyrir Sauber á tímabilinu.Manor er enn stigalaust en stefnir á að koma með nýjan bíl innan skamms.Vísir/GettyHvernig er staðan af fimm keppnum loknum? Lewis Hamilton leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna með 111 stig. Rosberg er 20 stigum á eftir Hamilton. Vettel er svo 11 stigum á eftir Rosberg og Kimi Raikkonen er 28 stigum á eftir Vettel. Mestu máli skiptir að Rosberg gæti nú tekið fram úr Hamilton í einni keppni sem Rosberg ynni ef Hamilton fengi ekki stig. Það gæti því allt gerst í Mónakó. Stigalausir eru Manor ökumennirnir Will Stevens og Roberto Merhi, McLaren ökumennirnir Jenson Button og Fernando Alonso og hinn óheppni Pastor Maldonado á Lotus. Í heimsmeistarakeppni bílasmiða er Mercedes efst með 202 stig, Ferrari er 70 stigum á eftir og Williams er 51 stigi á eftir Ferrari. Formúla Tengdar fréttir Lauda: Vél Ferrari jafn aflmikil og vél Mercedes Niki Lauda, Formúlu 1 goðsögn og sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins segir að Ferrari vélin og Mercedes vélin séu nú jafnar að afli. 6. maí 2015 22:00 Nýtt útlit hjá McLaren McLaren liðið hefur birt myndir af nýju útliti Formúlu 1 bíl sínum. Liðið vonar að nýja útlitið veiti því meðbyrinn sem það vantar. 6. maí 2015 17:00 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Spáni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar. Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni en Sebastian Vettel á Ferrari varð þá annar. 8. maí 2015 17:30 Hamilton: Ég hafði ekki hraðann Nico Rosberg náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Rosberg átti í spennandi baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 9. maí 2015 23:00 Nico Rosberg á ráspól í Barselóna Nico Rosberg náði ráspól í Barselóna, liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 9. maí 2015 13:04 Nico Rosberg vann á Spáni Nico Rosberg á Mercedes vann sína fyrstu keppni á tímabilinu í dag. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð í öðru sæti og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 10. maí 2015 13:41 Vettel: Við reyndum allt sem við gátum Nico Rosberg á Mercedes vann keppni dagsins eftir spennandi keppni í Barselóna. Honum var aldrei ógnað af alvöru. Hver sagði hvað eftir keppni dagsins? 10. maí 2015 15:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til. Hvað olli bremsubilun Fernando Alonso, hver var maður keppninnar og hvers vegna hætti Pastor Maldonado keppni í fjórða skipti í fimm keppnum? Allt þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.McLaren kom í nýjum litum til Spánar en ekki virtist bíllinn betri á neinn annan veg.Vísir/GettyBremsubilun Alonso Fernando Alonso lenti í því óskemmtilega atviki að þurfa að hætta keppni. Bremsurnar á McLaren bíl hans ofhitnuðu. Fyrst ofhitnuðu afturbremsurnar. Alonso brá þá á það ráð að færa hæutföllin framar og bremsa meira með frambremsunum sem þá ofhitnuðu í kjölfarið. Alonso kom inn til að taka þjónustuhlé en náði ekki að stöðva innan rammans heldur rann bremsulaus áfram nokkra metra fram hjá þjónustuliði sínu. Maðurinn á tjakknum sem lyftir framhluta bílsins var afar svalur á því og gekk til hliðar þegar hann sá bílinn koma aðvífandi. Hann er afar reynslumikill. Hann hefur sinnt starfinu í um 13 ár og sá snemma að Alonso var ekki líklegur til að ná að stöðva. Ástæðan fyrir því að afturbremsurnar hitnuðu um of, var sú að filma af skyggni ökumanns, hugsanlega Alonso sjálfs festist í loftgati við bremsurnar. Ökumenn geta rifið filmur af skyggninu til að sjá betur út, slík filma olli ofhitnun afturbremsanna. Sú ofhitnun var svo orsök þess að frambremsurnar hættu að virka.Rosberg virtist gríðarlega létt eftir keppnina og fagnaði gríðarlega.Vísir/GettyMaður keppninnar Aldrei þessu vant er enginn ökumaður sem á heiðurinn klárlega skilið umfram aðra. Hins vegar verður að telja að eftir góða ræsingu og öruggan leiðangur frá rásmarki til endamarks í fyrsta sæti eigi Nico Rosberg á Mercedes heiðurinn skilið. Rosberg þurfti virkilega á 25 stigum að halda, hann var eins og sigraður maður fyrir helgina á Spáni. Nú er annað að sjá til hans og létt var yfir honum eftir keppni. Vonandi verður þetta til þess að keppnin á milli Hamilton og Rosberg herðist og við förum að sjá á þeim klærnar. Þess má geta að Rosberg var fljótastur á fyrsta degi æfinga eftir keppnina í Barselóna. Æfingarnar hófust á þriðjudaginn.Ef vel er að gáð má sjá að hliðarplötuna vantar á bíl Maldonado.Vísir/GettyPastor Maldonado Greyið maðurinn. Líklega er ekki hægt að segja meira um stöðu hans í dag annað en að hann er óheppnasti ökumaður sem sögur fara af. Hann var á góðri leið með að ná loksins í stig. Hann er enn stigalaus á tímabilinu. Liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean missti af einni beygju og var að reyna að koma sér aftur inn í keppnina þegar Lotus mennirnir lentu í samstuði. Samstuð það veikti verulega afturvænginn á bíl Maldonado. Það kom svo að því að Maldonado notaði DRS búnaðinn. Þegar hann lokaði honum aftur brotnaði önnur hliðarplatan á afturvængnum. Í næsta þjónustuhléi refi þjónustulið Lotus plötuna af og var því lítill stuðningur við afturvænginn. En áfram skrölti Maldonado þó. Hann þurfti hins vegar að hætta keppni skömmu síðar enda ekki öruggt að halda áfram, vængurinn svignaði ískyggilega á miklum hraða.Tapaði Ferrari uppfærslukeppninni eða var keppnisáætlun liðsins bara léleg?Vísir/GettyHver vann uppfærslukeppnina? Mercedes virðist hafa unnið við fyrstu sýn. Rosberg hélt því að minnsta kosti fram á blaðamannafundi eftir keppnina. Þeir virðast hafa stungið Ferrari af. Samkvæmt lauslegum útreikningum blaðamanns hefði Sebastian Vettel á Ferrari þó átt möguleika á að halda Hamilton fyrir aftan sig ef Vettel hefði tekið þjónustuhlé á sama tíma og Hamilton. Eitt er víst að Sauber virðist hafa tapað í þróunarstríðinu. Með engar uppfærslur að heita má hætti liðið að ná í stig. Spánarkeppnin var sú versta fyrir Sauber á tímabilinu.Manor er enn stigalaust en stefnir á að koma með nýjan bíl innan skamms.Vísir/GettyHvernig er staðan af fimm keppnum loknum? Lewis Hamilton leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna með 111 stig. Rosberg er 20 stigum á eftir Hamilton. Vettel er svo 11 stigum á eftir Rosberg og Kimi Raikkonen er 28 stigum á eftir Vettel. Mestu máli skiptir að Rosberg gæti nú tekið fram úr Hamilton í einni keppni sem Rosberg ynni ef Hamilton fengi ekki stig. Það gæti því allt gerst í Mónakó. Stigalausir eru Manor ökumennirnir Will Stevens og Roberto Merhi, McLaren ökumennirnir Jenson Button og Fernando Alonso og hinn óheppni Pastor Maldonado á Lotus. Í heimsmeistarakeppni bílasmiða er Mercedes efst með 202 stig, Ferrari er 70 stigum á eftir og Williams er 51 stigi á eftir Ferrari.
Formúla Tengdar fréttir Lauda: Vél Ferrari jafn aflmikil og vél Mercedes Niki Lauda, Formúlu 1 goðsögn og sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins segir að Ferrari vélin og Mercedes vélin séu nú jafnar að afli. 6. maí 2015 22:00 Nýtt útlit hjá McLaren McLaren liðið hefur birt myndir af nýju útliti Formúlu 1 bíl sínum. Liðið vonar að nýja útlitið veiti því meðbyrinn sem það vantar. 6. maí 2015 17:00 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Spáni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar. Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni en Sebastian Vettel á Ferrari varð þá annar. 8. maí 2015 17:30 Hamilton: Ég hafði ekki hraðann Nico Rosberg náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Rosberg átti í spennandi baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 9. maí 2015 23:00 Nico Rosberg á ráspól í Barselóna Nico Rosberg náði ráspól í Barselóna, liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 9. maí 2015 13:04 Nico Rosberg vann á Spáni Nico Rosberg á Mercedes vann sína fyrstu keppni á tímabilinu í dag. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð í öðru sæti og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 10. maí 2015 13:41 Vettel: Við reyndum allt sem við gátum Nico Rosberg á Mercedes vann keppni dagsins eftir spennandi keppni í Barselóna. Honum var aldrei ógnað af alvöru. Hver sagði hvað eftir keppni dagsins? 10. maí 2015 15:00 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Lauda: Vél Ferrari jafn aflmikil og vél Mercedes Niki Lauda, Formúlu 1 goðsögn og sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins segir að Ferrari vélin og Mercedes vélin séu nú jafnar að afli. 6. maí 2015 22:00
Nýtt útlit hjá McLaren McLaren liðið hefur birt myndir af nýju útliti Formúlu 1 bíl sínum. Liðið vonar að nýja útlitið veiti því meðbyrinn sem það vantar. 6. maí 2015 17:00
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Nico Rosberg var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Spáni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar. Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni en Sebastian Vettel á Ferrari varð þá annar. 8. maí 2015 17:30
Hamilton: Ég hafði ekki hraðann Nico Rosberg náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Rosberg átti í spennandi baráttu við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Lewis Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 9. maí 2015 23:00
Nico Rosberg á ráspól í Barselóna Nico Rosberg náði ráspól í Barselóna, liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 9. maí 2015 13:04
Nico Rosberg vann á Spáni Nico Rosberg á Mercedes vann sína fyrstu keppni á tímabilinu í dag. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð í öðru sæti og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 10. maí 2015 13:41
Vettel: Við reyndum allt sem við gátum Nico Rosberg á Mercedes vann keppni dagsins eftir spennandi keppni í Barselóna. Honum var aldrei ógnað af alvöru. Hver sagði hvað eftir keppni dagsins? 10. maí 2015 15:00