Audi seldi meira en BMW og Benz í apríl Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 16:09 Audi náði mestri sölu í apríl. BMW hefur undanfarin ár verið söluhæsti þýski lúxusbílasali heims og tók þann titil af Mercedes Benz árið 2005 og hefur haldið honum síðan. Ef til vill verður það þó keppinautur þeirra, Audi, sem trónir hæst hvað magn seldra bíla varðar í lok þessa árs. Í síðasta mánuði var það einmitt Audi sem seldi flesta bíla þessara þriggja fyrirtækja, eða 152.850 bíla. Í þessum nýliðna aprílmánuði seldi BMW og Benz um 148.000 bíla hvort fyrirtæki og forskot Audi því tæplega 5.000 bílar á hina tvo í mánuðinum. BMW náði engu að síður að selja fleiri bíla en Audi og Benz á fyrsta ársfjórðungi ársins, þ.e. janúar, febrúar og mars. BMW seldi þá 451.576 bíla, Audi 438.250 bíla og Benz 429.602 bíla. Slagurinn verður greinilega harður út árið og líklegt að BMW og Audi muni slást um titilinn, en Mercedes Benz komi svo rétt á eftir. Núna munar aðeins um 8.000 bílum á BMW og Audi eftir 4 mánuði ársins og ef fleiri mánuðir verða eins og nýliðinn apríl nær Audi brátt uppfyrir BMW í sölu. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
BMW hefur undanfarin ár verið söluhæsti þýski lúxusbílasali heims og tók þann titil af Mercedes Benz árið 2005 og hefur haldið honum síðan. Ef til vill verður það þó keppinautur þeirra, Audi, sem trónir hæst hvað magn seldra bíla varðar í lok þessa árs. Í síðasta mánuði var það einmitt Audi sem seldi flesta bíla þessara þriggja fyrirtækja, eða 152.850 bíla. Í þessum nýliðna aprílmánuði seldi BMW og Benz um 148.000 bíla hvort fyrirtæki og forskot Audi því tæplega 5.000 bílar á hina tvo í mánuðinum. BMW náði engu að síður að selja fleiri bíla en Audi og Benz á fyrsta ársfjórðungi ársins, þ.e. janúar, febrúar og mars. BMW seldi þá 451.576 bíla, Audi 438.250 bíla og Benz 429.602 bíla. Slagurinn verður greinilega harður út árið og líklegt að BMW og Audi muni slást um titilinn, en Mercedes Benz komi svo rétt á eftir. Núna munar aðeins um 8.000 bílum á BMW og Audi eftir 4 mánuði ársins og ef fleiri mánuðir verða eins og nýliðinn apríl nær Audi brátt uppfyrir BMW í sölu.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent