Handbolti

Bara annað félagið í sögunni sem vinnur titilinn níu sinnum á sextán árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukar fagna í gær.
Haukar fagna í gær. Vísir/Ernir
Haukar jöfnuðu í gær met FH-inga frá sjötta og sjöunda áratugnum þegar félagið vann sinn níunda Íslandsmeistaratitil í karlaflokki frá og með árinu 2000.

FH-ingar unnu níu Íslandsmeistaratitla frá 1956 til 1971 og Haukar hafa nú unnið níu Íslandsmeistaratitla frá 2000 til 2015.

Haukar enduðu í gær langlengstu bið sína eftir þeim stóra en liðið var búið að víða frá árinu 2010 og hafði tapað í lokaúrslitunum undanfarin tvö ár. Haukarnir unnu aftur á móti átta Íslandsmeistaratitla frá 2000 til 2010 eða öll vorin nema 2002, 2006 og 2007.

Með þessum níunda titli þá gerðu Haukar betur en Valsliðið á fimmta og sjötta áratugnum og Valsliðið frá tíunda áratug síðustu aldar.

Haukar unnu fyrsta titil sinn árið 1943 en síðan liðu 57 ár á milli Íslandsmeistaratitla karlaliðs félagsins.

Haukar hafa unnið sjö fleiri Íslandsmeistaratitla á síðustu sextán árum en næsta lið sem er Fram sem vann titilinn 2006 og 2007. Ekkert annað félag hefur unnið hann oftar á þessu tímabili.



Sigursælustu sextán árin á Íslandsmóti karla í handbolta:

9 - Haukar (2000-2015)

9 - FH (1956-1971)

8 - Valur (1940-1955)

8 - Valur (1988-2003)

7 - Víkingur (1975-1990)

7 - Fram (1962-1977)

Íslandsmeistaratitlar frá og með árinu 2000:

9 - Haukar (2000-01, 2003-05, 2008-10, 2015)

2 - Fram (2006, 2013)

1 - KA (2002)

1 - FH (2011)

1 - HK (2012)

1 - ÍBV (2014)

1 - Valur (2007)


Tengdar fréttir

Fullkomin kveðjugjöf

Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×