Innlent

Ölgerðin kærir tvo fyrir meint fjársvik: „Þetta eru töluverðar fjárhæðir“

Birgir Olgeirsson. skrifar
Starfsmaður Ölgerðarinnar sem hefur verið kærður starfaði sem vörumerkjastjóri innan fyrirtækisins.
Starfsmaður Ölgerðarinnar sem hefur verið kærður starfaði sem vörumerkjastjóri innan fyrirtækisins.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur kært tvo einstaklinga til lögreglu fyrir meint fjársvik. Um er að ræða vörumerkjastjóra hjá Ölgerðinni og starfsmann hjá auglýsingastofu. DV greindi fyrst frá málinu í kvöld.

„Þetta er í rannsókn en það er ljóst að þetta hefur staðið yfir í talsverðan tíma,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í samtali við Vísi um málið en hann vildi ekki gefa frekari upplýsingar um brotin. Málið snýst um það sem Ölgerðin vill meina að hafi verið tilhæfulausir reikningar. „Sem hafa flotið á milli og gefnir út á Ölgerðina,“ segir Andri Þór.

Hann segir vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar hafa verið sagt upp störfum í dag og var hann og starfsmaður auglýsingastofunnar teknir til yfirheyrslu hjá lögreglu. Spurður hvort um háar fjárhæðir sé að ræða segist hann ekki vilja nefna neina tölu. „En þetta eru umtalsverðar fjárhæðir. Það þarf ekki að fara nánar út í það en ég held að það sé augljóst að þetta eru ekki hundrað þúsund kallar,“ segir Andri Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×