Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Fylkir stal stigi Stefán Árni Pálsson á Fjölnisvelli skrifar 11. maí 2015 18:30 Aron Sigurðarson átti góðan leik þegar Fjölnir lagði ÍBV í 1. umferðinni. vísir/valli Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á Fjölnisvellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Guðmundur Karl Guðmundsson gerði mark Fjölnis í fyrri hálfleik en það var Tonci Radovinkovic sem jafnaði metin fyrir Fylki rétt undir lok leiksins. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin bæði lengi í gang. Fjölnismenn samt sem áður örlítið ákveðnari og stjórnuðu hraða leiksins. Liðin áttu erfitt með að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum. Það var ekki fyrir en tíu mínútum fyrir lok hálfleiksins sem Fjölnir náði að skora fyrsta mark leiksins. Þar var á ferðinni Guðmundur Karl Guðmundsson sem skrúfaði boltann yfir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Einstaklega laglegt mark en staðan var 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum voru Fylkismenn lengi í gang og áttu í erfileikum með að skapa sér færi. Fjölnismenn aftur á móti fengu nokkur færi en þeim var fyrirmunað skora. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleiknum og allt stefndi í góðan heimasigur Fjölnis. Fylkismenn byrjuðu að pressa stíft að marki heimamanna síðustu fimm mínútur leiksins og það skilaði árangri. Andrés Már Jóhannesson átti frábæra sendingu úr aukaspyrnu inn í teig Fjölnis sem endaði á kollinum á Tonci Radovinkovic sem stýrði boltanum í netið á 89. mínútu leiksins. Fylkismenn stálu því stigi í Grafarvoginum í kvöld og náði hvorugt liðið að skapa sér færi eftir þetta. Niðurstaðan 1-1 jafntefli. Fylkismenn þurfa bæta sóknarleik sinn á meðan Fjölnismenn verða nýta sín færi. Þeir gulu voru að koma sér að markinu en það vantaði að sjá boltann í netinu. Ásmundur: Unnið stig fyrir okkurÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Eins og leikurinn þróaðist þá er þetta unnið stig fyrir okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjum leikinn af krafti og stjórnum honum fyrstu tuttugu mínúturnar en síðan föllum við svolítið aftarlega og hleyptum þeim bara inn í leikinn. Eftir að Fjölnir skorar sitt mark, þá náðu þeir að loka helvíti vel á okkur.“ Ásmundur segir að liðinu hafi gengið erfilega að búa sér til færi í leiknum. „Eftir að leið á leikinn var eins og lappirnar væru að þyngjast aðeins á mönnum og eins og fimmtudagurinn sæti í mönnum,“ segir Ásmundur en Fylkir lék við Blika á fimmtudaginn. „Þetta var basl hjá okkur en gríðarlegur karakter að koma til baka. Það kom auka kraftur í liðið undir lokin og það skilaði okkur þessu jöfnunarmarki.“ Bergsveinn: Líður eins og ég hafi tapað Bergsveinn í baráttunni við Andrés Má Jóhannesson, leikmann Fylkis á síðustu leiktíð.Vísir/Valli„Það er klárt mál að þetta eru tvö töpuð stig hjá okkur í kvöld,“ segir Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, eftir leikinn. „Við getum sjálfum okkur um kennt, við vorum klaufar og brjótum allt og oft af okkur fyrir framan markið, sem býður hættunni heim. Þeir ógnuðu okkur einungis með föstum leikatriðum í þessum leik og það varð okkur að falli í kvöld. Mér líður eins og við höfum tapað leikinn.“ Bergsveinn segir að það vanti yfirleitt bara herslumuninn hjá Fjölnisliðinu til að drepa leikina. „Við hefðum alveg getað sett fleiri mörk í kvöld og þetta er eitthvað sem við verðum að laga í okkar leik. Við duttum ósjálfrátt aftur á völlinn og við verðum að læra af þessu.“ Ágúst: Skelfilegt að fá þetta mark á sig undir lokinvísir/pjetur„Ég er hundfúll með þessu úrslit og þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. „Að fá þetta mark á sig undir lokin var hreint og beint skelfilegt. Við fáum allt of mikið af aukaspyrnum dæmt á okkur rétt fyrir utan teiginn og í kringum miðjuna. Þeir setja þá bara alla sína menn inn í teiginn og dæla boltanum þangað.“ Ágúst segist vera viss um það að liðið hafi fengið dæmt á sig 30-40 aukaspyrnur í kvöld. „Mér finnst nokkuð skrítið að dómarinn sé að dæma svona margar aukaspyrnur, kannski höfðu þær allar rétt á sér,“ segir þjálfarinn og bætir við að svona dómgæsla drepi niður allt tempó í leikjum. „Við vorum samt sjálfum okkur verstir í kvöld. Við náðum ekki að halda boltanum nægilega ofarlega á vellinum og þeir gerðu það sem þeir eru góðir í, föstum leikatriðum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörk Leiknis í efstu deild og ótrúlegt mark Ívars Níu mörk voru skoruð í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar og þau eru öll að finna hér á Vísi. 3. maí 2015 22:14 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 1-0 | Mark Þóris skildi liðin að Fjölnir vann ÍBV í baráttu liðanna sem er spáð níunda og ellefta sæti Pepsi-deildar karla. 3. maí 2015 19:30 Fjölnismenn svara plakatagríni Pepsi-markanna Keyptu auglýsingapláss á strætóskýli við höfuðstöðvar 365 með mynd af Hödda Magg, Hjörvari Hafliða og Ágústi Gylfasyni. 11. maí 2015 10:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Leiknir - ÍA 0-1 | Garðar hetja Skagamanna í Breiðholtinu ÍA bar sigurorð af Leikni í fyrsta leik Breiðhyltinga í efstu deild. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. 11. maí 2015 16:49 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-2 | Guðjón Pétur ásinn í ermi Blika Breiðablik og KR skildu jöfn í annarri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 11. maí 2015 16:44 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á Fjölnisvellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Guðmundur Karl Guðmundsson gerði mark Fjölnis í fyrri hálfleik en það var Tonci Radovinkovic sem jafnaði metin fyrir Fylki rétt undir lok leiksins. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin bæði lengi í gang. Fjölnismenn samt sem áður örlítið ákveðnari og stjórnuðu hraða leiksins. Liðin áttu erfitt með að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum. Það var ekki fyrir en tíu mínútum fyrir lok hálfleiksins sem Fjölnir náði að skora fyrsta mark leiksins. Þar var á ferðinni Guðmundur Karl Guðmundsson sem skrúfaði boltann yfir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Einstaklega laglegt mark en staðan var 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleiknum voru Fylkismenn lengi í gang og áttu í erfileikum með að skapa sér færi. Fjölnismenn aftur á móti fengu nokkur færi en þeim var fyrirmunað skora. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleiknum og allt stefndi í góðan heimasigur Fjölnis. Fylkismenn byrjuðu að pressa stíft að marki heimamanna síðustu fimm mínútur leiksins og það skilaði árangri. Andrés Már Jóhannesson átti frábæra sendingu úr aukaspyrnu inn í teig Fjölnis sem endaði á kollinum á Tonci Radovinkovic sem stýrði boltanum í netið á 89. mínútu leiksins. Fylkismenn stálu því stigi í Grafarvoginum í kvöld og náði hvorugt liðið að skapa sér færi eftir þetta. Niðurstaðan 1-1 jafntefli. Fylkismenn þurfa bæta sóknarleik sinn á meðan Fjölnismenn verða nýta sín færi. Þeir gulu voru að koma sér að markinu en það vantaði að sjá boltann í netinu. Ásmundur: Unnið stig fyrir okkurÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Eins og leikurinn þróaðist þá er þetta unnið stig fyrir okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjum leikinn af krafti og stjórnum honum fyrstu tuttugu mínúturnar en síðan föllum við svolítið aftarlega og hleyptum þeim bara inn í leikinn. Eftir að Fjölnir skorar sitt mark, þá náðu þeir að loka helvíti vel á okkur.“ Ásmundur segir að liðinu hafi gengið erfilega að búa sér til færi í leiknum. „Eftir að leið á leikinn var eins og lappirnar væru að þyngjast aðeins á mönnum og eins og fimmtudagurinn sæti í mönnum,“ segir Ásmundur en Fylkir lék við Blika á fimmtudaginn. „Þetta var basl hjá okkur en gríðarlegur karakter að koma til baka. Það kom auka kraftur í liðið undir lokin og það skilaði okkur þessu jöfnunarmarki.“ Bergsveinn: Líður eins og ég hafi tapað Bergsveinn í baráttunni við Andrés Má Jóhannesson, leikmann Fylkis á síðustu leiktíð.Vísir/Valli„Það er klárt mál að þetta eru tvö töpuð stig hjá okkur í kvöld,“ segir Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, eftir leikinn. „Við getum sjálfum okkur um kennt, við vorum klaufar og brjótum allt og oft af okkur fyrir framan markið, sem býður hættunni heim. Þeir ógnuðu okkur einungis með föstum leikatriðum í þessum leik og það varð okkur að falli í kvöld. Mér líður eins og við höfum tapað leikinn.“ Bergsveinn segir að það vanti yfirleitt bara herslumuninn hjá Fjölnisliðinu til að drepa leikina. „Við hefðum alveg getað sett fleiri mörk í kvöld og þetta er eitthvað sem við verðum að laga í okkar leik. Við duttum ósjálfrátt aftur á völlinn og við verðum að læra af þessu.“ Ágúst: Skelfilegt að fá þetta mark á sig undir lokinvísir/pjetur„Ég er hundfúll með þessu úrslit og þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. „Að fá þetta mark á sig undir lokin var hreint og beint skelfilegt. Við fáum allt of mikið af aukaspyrnum dæmt á okkur rétt fyrir utan teiginn og í kringum miðjuna. Þeir setja þá bara alla sína menn inn í teiginn og dæla boltanum þangað.“ Ágúst segist vera viss um það að liðið hafi fengið dæmt á sig 30-40 aukaspyrnur í kvöld. „Mér finnst nokkuð skrítið að dómarinn sé að dæma svona margar aukaspyrnur, kannski höfðu þær allar rétt á sér,“ segir þjálfarinn og bætir við að svona dómgæsla drepi niður allt tempó í leikjum. „Við vorum samt sjálfum okkur verstir í kvöld. Við náðum ekki að halda boltanum nægilega ofarlega á vellinum og þeir gerðu það sem þeir eru góðir í, föstum leikatriðum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörk Leiknis í efstu deild og ótrúlegt mark Ívars Níu mörk voru skoruð í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar og þau eru öll að finna hér á Vísi. 3. maí 2015 22:14 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 1-0 | Mark Þóris skildi liðin að Fjölnir vann ÍBV í baráttu liðanna sem er spáð níunda og ellefta sæti Pepsi-deildar karla. 3. maí 2015 19:30 Fjölnismenn svara plakatagríni Pepsi-markanna Keyptu auglýsingapláss á strætóskýli við höfuðstöðvar 365 með mynd af Hödda Magg, Hjörvari Hafliða og Ágústi Gylfasyni. 11. maí 2015 10:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Leiknir - ÍA 0-1 | Garðar hetja Skagamanna í Breiðholtinu ÍA bar sigurorð af Leikni í fyrsta leik Breiðhyltinga í efstu deild. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. 11. maí 2015 16:49 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-2 | Guðjón Pétur ásinn í ermi Blika Breiðablik og KR skildu jöfn í annarri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 11. maí 2015 16:44 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Sjáðu fyrstu mörk Leiknis í efstu deild og ótrúlegt mark Ívars Níu mörk voru skoruð í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar og þau eru öll að finna hér á Vísi. 3. maí 2015 22:14
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - ÍBV 1-0 | Mark Þóris skildi liðin að Fjölnir vann ÍBV í baráttu liðanna sem er spáð níunda og ellefta sæti Pepsi-deildar karla. 3. maí 2015 19:30
Fjölnismenn svara plakatagríni Pepsi-markanna Keyptu auglýsingapláss á strætóskýli við höfuðstöðvar 365 með mynd af Hödda Magg, Hjörvari Hafliða og Ágústi Gylfasyni. 11. maí 2015 10:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Leiknir - ÍA 0-1 | Garðar hetja Skagamanna í Breiðholtinu ÍA bar sigurorð af Leikni í fyrsta leik Breiðhyltinga í efstu deild. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. 11. maí 2015 16:49
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-2 | Guðjón Pétur ásinn í ermi Blika Breiðablik og KR skildu jöfn í annarri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. 11. maí 2015 16:44