Er Sweet Child O' Mine stolið? Orri Freyr Rúnarsson skrifar 11. maí 2015 12:06 Hljómsveitin Guns N' Roses Nú hefur hljómsveit frá Ástralíu sakað Guns N‘ Roses um að hafa stolið laginu Sweet Child O' Mine frá sér. James Reyne, söngvari hljómsveitarinnar Australian Crawl, steig fram um helgina og sagði að möguleiki væri á því að Guns N‘ Roses hefðu byggt Sweet Child O' Mine á laginu Unpublished Critics eftir að ástralskir miðlar fóru að velta líkindum fyrir sér. Lagið Unpublished Critics kom út á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Australian Crawl sem Geffen fyrirtækið gaf út, en sex árum síðar kom fyrsta plata Guns N‘ Roses út hjá sama fyrirtæki. Hægt er að hlusta á lagið Unpublished Critics hér að neðan.Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Muse, segir að væntanleg plata þeirra sé að einhverju leyti innblásinn af bókinni Predators: The CIA‘s Drone War on Al Qaeda. En væntanlega plata Muse heitir einmitt Drones. Sagðist Bellamy hafa orðið fyrir smá sjokki þegar að hann las bókina og hafði hann ekki gert sér grein fyrir í hversu miklum mæli drónar voru notaðir. Sagðist hann hafa verið á því að Obama væri nokkuð viðkunnalegur náungi en eftir að hafa lesið bókina hafi hann komist að því að flesta morgna vakni Obama, fái sér morgunmat og rölti svo niður í stríðsherbergi þar sem hann taki svokallaðar drápsákvarðanir. Hann taki þessar ákvarðanir eftir að hafa fengið upplýsingar sem oft eru óáreiðanlegar.Ozzy er ansi gjafmildurVísir/GettyMyrkraprinsinn Ozzy Osbourne kom mörgum á óvart á dögunum þegar að hann ákvað að gefa krakkahljómsveit $10.000, eða rúmlega 1,3 milljónir íslenskra króna. Ástæðan var sú að þessi áslátturshljómsveit frá Lousville tók upp útgáfu af laginu Crazy Train og notaðist eingöngu við áslátturshljóðfæri við verkið. Krakkarnir, sem eru á aldrinum 7-14 ára, tóku upp lagið og settu á Youtube árið 2012 og nú hefur það loks skila sér alla leið til Ozzy sem sendi þeim bréf þar sem hann sagðist vera mikill aðdáandi flutningsins og með bréfinu fylgdi ávísum upp á $10.000. Hægt er að sjá myndband af flutningnum á Facebook síðu X977 Gríski fjármálaráðherrann hefur nút tjáð sig um orðróm þess efnis að eiginkona hans, Danae Stratoue, sé hin dularfulla gríska kona sem Pulp syngja um í laginu Common People. En sú saga fór í gang fyrir helgi þegar að grískt blað velti fyrir sér þeirri staðreynd að þau Jarvis Cocker, söngvari Pulp, og Stratou hafi bæði stundað nám við sama skóla í London um tíma. Fjármálaráðherrann sagði að hann hafi vissulega ekki þekkt eiginkonu sína á þessum tíma en hún hafi hinsvegar verið eini Grikkinn í skólanum á þessum árum og því ekki ólíklegt að hún væri umræddur nemandi sem Pulp sungu um. Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Sex sveitarfélög alveg nóg Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon
Nú hefur hljómsveit frá Ástralíu sakað Guns N‘ Roses um að hafa stolið laginu Sweet Child O' Mine frá sér. James Reyne, söngvari hljómsveitarinnar Australian Crawl, steig fram um helgina og sagði að möguleiki væri á því að Guns N‘ Roses hefðu byggt Sweet Child O' Mine á laginu Unpublished Critics eftir að ástralskir miðlar fóru að velta líkindum fyrir sér. Lagið Unpublished Critics kom út á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Australian Crawl sem Geffen fyrirtækið gaf út, en sex árum síðar kom fyrsta plata Guns N‘ Roses út hjá sama fyrirtæki. Hægt er að hlusta á lagið Unpublished Critics hér að neðan.Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari bresku hljómsveitarinnar Muse, segir að væntanleg plata þeirra sé að einhverju leyti innblásinn af bókinni Predators: The CIA‘s Drone War on Al Qaeda. En væntanlega plata Muse heitir einmitt Drones. Sagðist Bellamy hafa orðið fyrir smá sjokki þegar að hann las bókina og hafði hann ekki gert sér grein fyrir í hversu miklum mæli drónar voru notaðir. Sagðist hann hafa verið á því að Obama væri nokkuð viðkunnalegur náungi en eftir að hafa lesið bókina hafi hann komist að því að flesta morgna vakni Obama, fái sér morgunmat og rölti svo niður í stríðsherbergi þar sem hann taki svokallaðar drápsákvarðanir. Hann taki þessar ákvarðanir eftir að hafa fengið upplýsingar sem oft eru óáreiðanlegar.Ozzy er ansi gjafmildurVísir/GettyMyrkraprinsinn Ozzy Osbourne kom mörgum á óvart á dögunum þegar að hann ákvað að gefa krakkahljómsveit $10.000, eða rúmlega 1,3 milljónir íslenskra króna. Ástæðan var sú að þessi áslátturshljómsveit frá Lousville tók upp útgáfu af laginu Crazy Train og notaðist eingöngu við áslátturshljóðfæri við verkið. Krakkarnir, sem eru á aldrinum 7-14 ára, tóku upp lagið og settu á Youtube árið 2012 og nú hefur það loks skila sér alla leið til Ozzy sem sendi þeim bréf þar sem hann sagðist vera mikill aðdáandi flutningsins og með bréfinu fylgdi ávísum upp á $10.000. Hægt er að sjá myndband af flutningnum á Facebook síðu X977 Gríski fjármálaráðherrann hefur nút tjáð sig um orðróm þess efnis að eiginkona hans, Danae Stratoue, sé hin dularfulla gríska kona sem Pulp syngja um í laginu Common People. En sú saga fór í gang fyrir helgi þegar að grískt blað velti fyrir sér þeirri staðreynd að þau Jarvis Cocker, söngvari Pulp, og Stratou hafi bæði stundað nám við sama skóla í London um tíma. Fjármálaráðherrann sagði að hann hafi vissulega ekki þekkt eiginkonu sína á þessum tíma en hún hafi hinsvegar verið eini Grikkinn í skólanum á þessum árum og því ekki ólíklegt að hún væri umræddur nemandi sem Pulp sungu um.
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Sannleikurinn: Menn með milljón á mánuði hækkuðu lægstu laun um þúsundkalla Harmageddon Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt myndband á Vísi Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Sex sveitarfélög alveg nóg Harmageddon Fimm bestu jólalögin Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Sannleikurinn: Útskriftarbekkur í MR byrjar með heitasta piparsveini landsins Harmageddon Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Harmageddon