Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 11:59 Ingólfur Helgason, annar frá hægri, í héraðsdómi í liðinni viku. vísir/gva Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. Hún sagði að starf sitt hefði aðallega snúist um starfsmannaviðskipti og að sjá um málefni sem tengdust innherjum og innherjaviðskiptum. Þá sinnti hún jafnframt fræðslu fyrir starfsmenn en regluvörður var ekki hluti af innra eftirliti bankans. Aðspurð sagði Ólöf að eftirlit með starfsemi eigin viðskipta bankans hafi ekki verið í hennar verkahring en þó voru samskipti hennar við starfsmenn þeirrar deildar nokkuð mikil. Sagði hún þau samskipti hafi mikið snúist um málefni sem tengdust Kínamúrum innan bankans. „Leiðbeiningar Fjármálaeftirlitsins varðandi Kínamúraaðskilnað voru til dæmis ekkert rosalega skýrar. Ég útbjó þess vegna minnisblað um hvernig þetta átti að virka og setti upp mynd hvernig þetta virkaði og skiptist niður,” sagði Ólöf.Frekar upplýsingaöflun en fyrirmæli Komið hefur fram hjá starfsmönnum eigin viðskipta að sjálfstæði deildarinnar hafi verið takmarkað hvað varðaði viðskipti með bréf í Kaupþingi. Afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra bankans á Íslandi, hafi til að mynda verið mikil en Ólöf minntist þess ekki að starfsmenn eigin viðskipta hafi leitað sérstaklega til hennar vegna afskipta Ingólfs. „Eins og ég man okkar samtöl þá var það frekar að það væri verið að hringja og afla upplýsinga frá deildinni en ég man ekki eftir því að hafa skilið það sem fyrirmæli. Ingólfur hafði töluverðar heimildir til að afla sér upplýsinga frá deildinni en það er svo allt annar handleggur ef hann var að gefa fyrirmæli.” Ólöf sagði að ef hún hefði skilið það sem svo að forstjórinn hefði verið að gefa fyrirmæli þá hefði hún aldrei samþykkt það. Hennar skilningur hafi verið sá að deild eigin viðskipta hafi verið sjálfstæði í sínum störfum og aðskilin frá öðrum deildum bankans enda hafi það verið forsenda tilvistar slíkrar deildar innan bankans.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46 Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Segir Hreiðar, Sigurð og Ingólf hafa tekið ákvarðanir um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi Fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings sagði við vitnaleiðslur í dag að deildin hafi ekki verið sjálfstæð þegar kom að viðskiptum með hlutabréf í bankanum sjálfum. 7. maí 2015 17:46
Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32
Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56