TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 10:20 Héraðsdómur Reykjavíkur sagði flugmanninn hafa sýnt gáleysi, en þó þyrfti TM að greiða fullar bætur. Vísir/Stefán/Valli Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira