„Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast“ Hjörtur Hjartarson skrifar 10. maí 2015 13:58 Það gengur ekki að til þurfi grátbænir frá yfirlæknum, forstjóra og landlækni til að koma í gegn of fáum en nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegnum Félag geislafræðinga, segir forstjóri Landspítalans. Birgir Jakobsson, landlæknir sakaði félag geislafræðinga í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær að með vísvitandi og með óábyrgum vinnubrögðum, stefna öryggi í sjúklinga í hættu. Heilbrigðisstarfsmönnum beri í öllum tilfellum að setja hag sjúklinga í fyrsta sæti. „Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna hjá sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati,“ sagði landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans lýsti sömuleiðis yfir miklum áhyggjum yfir stöðu mála og gagnrýndi um leið félag geislafræðinga. Í yfirlýsingu frá BHM og félagi geislafræðinga sem send var fjölmiðlum í gærkvöld er þessum ásökunum hafnað og fram tekið að veittar hafi verið undanþágur fyrir daginn á morgun og neyðarástandi þar með afstýrt. „Nei okkar viðbrögð við því eru í rauninni þau að vissulega voru ákveðnar undanþágur veitt er en öðrum ekki síðar beiðnum var áfram hafnað,“ segir Páll. „Það gengur ekki að það þurfi endurtekið 15 til 20 manna fundi með þrýstingi og grátbænum yfirlækna, forstjóra og landlæknis til að koma augljóslega nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegn,“ segir hann og bætir við: „Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast. Annars verðum við á sama stað nær samstundis og öryggi sjúklinga verður áfram í hættu.“ En er staðan ekki orðin það alvarleg að öryggi sjúklinga verður ekki tryggt með afgreiðslu undanþágubeiðna? „Ef allir aðilar er sammála um það að undanþágur gangi vel og greitt í gegn og sjúklingar eru í öllum tilfellum látnir njóta vafans að þá höktir þetta áfram. Ég vil ekki halda því fram að það þurfi endilega að grípa inn í verkfallsrétt fólks en þá verða báðir aðilar að spila saman og það hefur skort mikið upp á það.“ Greinilegt er á öllu að töluverð reiði og kergja einkenna samskipti deiluaðila núna. Páll segir það ekki til bóta. „Reiði og kergja á ekkert erindi inn í þessa umræðu. Það er einfaldlega verið að sinna sjúklingum og tryggja öryggi þeirra.“ Páll telur að ástandið nú sé mun alvarlegra en í læknaverkfallinu í kringum áramótin. „Jú, það er svo, klárlega,“ segir hann. Tengdar fréttir „Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24 Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Það gengur ekki að til þurfi grátbænir frá yfirlæknum, forstjóra og landlækni til að koma í gegn of fáum en nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegnum Félag geislafræðinga, segir forstjóri Landspítalans. Birgir Jakobsson, landlæknir sakaði félag geislafræðinga í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær að með vísvitandi og með óábyrgum vinnubrögðum, stefna öryggi í sjúklinga í hættu. Heilbrigðisstarfsmönnum beri í öllum tilfellum að setja hag sjúklinga í fyrsta sæti. „Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna hjá sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati,“ sagði landlæknir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans lýsti sömuleiðis yfir miklum áhyggjum yfir stöðu mála og gagnrýndi um leið félag geislafræðinga. Í yfirlýsingu frá BHM og félagi geislafræðinga sem send var fjölmiðlum í gærkvöld er þessum ásökunum hafnað og fram tekið að veittar hafi verið undanþágur fyrir daginn á morgun og neyðarástandi þar með afstýrt. „Nei okkar viðbrögð við því eru í rauninni þau að vissulega voru ákveðnar undanþágur veitt er en öðrum ekki síðar beiðnum var áfram hafnað,“ segir Páll. „Það gengur ekki að það þurfi endurtekið 15 til 20 manna fundi með þrýstingi og grátbænum yfirlækna, forstjóra og landlæknis til að koma augljóslega nauðsynlegum undanþágubeiðnum í gegn,“ segir hann og bætir við: „Vinnubrögð undanþágunefndarinnar verða að breytast. Annars verðum við á sama stað nær samstundis og öryggi sjúklinga verður áfram í hættu.“ En er staðan ekki orðin það alvarleg að öryggi sjúklinga verður ekki tryggt með afgreiðslu undanþágubeiðna? „Ef allir aðilar er sammála um það að undanþágur gangi vel og greitt í gegn og sjúklingar eru í öllum tilfellum látnir njóta vafans að þá höktir þetta áfram. Ég vil ekki halda því fram að það þurfi endilega að grípa inn í verkfallsrétt fólks en þá verða báðir aðilar að spila saman og það hefur skort mikið upp á það.“ Greinilegt er á öllu að töluverð reiði og kergja einkenna samskipti deiluaðila núna. Páll segir það ekki til bóta. „Reiði og kergja á ekkert erindi inn í þessa umræðu. Það er einfaldlega verið að sinna sjúklingum og tryggja öryggi þeirra.“ Páll telur að ástandið nú sé mun alvarlegra en í læknaverkfallinu í kringum áramótin. „Jú, það er svo, klárlega,“ segir hann.
Tengdar fréttir „Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24 Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Til að afstýra neyðarástandi þarf samninganefnd ríkisins að ganga til samninga við aðildarfélög BHM“ Fulltrúar BHM furða sig á ummælum forstjóra Landspítalans. 9. maí 2015 20:24
Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. 10. maí 2015 13:12
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42