Innlent

Krabbameinsfélagið lýsir þungum áhyggjum vegna verkfalla

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika.
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins skorar á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu við krabbameinsveika. Vísir/Vilhelm
Aðalfundur Krabbameinsfélagsins lýsir þungum áhyggjum vegna þess hvernig yfirstandandi verkföll ógna heilsu sjúklinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Þar kemur fram að fundurinn skori á deiluaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samfellu í meðferð og þjónustu og draga þannig úr áhyggjum sjúklinga og fjölskyldna þeirra.

Landlæknir lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að stjórnvöld settu lög til að binda endi á verkföll í heilbrigðisgeiranum. Þá sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í föstudagspistli sínum fyrir helgi að vinnubrögð undanþágunefndar geislafræðinga væru áhyggjuefni.

„Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa,“ í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi landlækni á föstudag.


Tengdar fréttir

Öryggi sjúklinga ekki tryggt

Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×