Gísli Marteinn spáir nýjum stjórnmálaflokkum góðu fylgi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 22:23 Gísli segist taka fullan þátt í pólitík þrátt fyrir að vera ekki í framboði. Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira