Innlent

Lést í umferðarslysi á Hellissandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rannsókn málsins er á frumstigi.
Rannsókn málsins er á frumstigi.
Annar þeirra sem slasaðist alvarlega í umferðarslysinu við Hellissand í gærmorgun var úrskurðaður látinn í dag á gjörgæsludeild Landspítalans. Um var að ræða kínverskan karlmann á fertugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Hinum ferðamanninum var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans síðast þegar fréttist. Báðir gengust undir skurðaðgerð í gær.

Ferðamennirnir voru fluttir frá Snæfellsnesi með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hafa lent í bílslysi með fjórum öðrum ferðamönnum í gærmorgun. Beita þurfti klippum til að ná þeim úr bílnum.

Þrír voru fluttir suður með þyrlunni en þrír aðrir voru fluttir á Heilsugæslustöðina í Ólafsvík í fyrstu. Sá þriðji sem fluttur var suður var í skárra ástandi en hinir og gekk hann úr þyrlunni þegar hún lenti í Reykjavík.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×