Stjórn Félags almennra lækna (FAL) lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu heilbrigðisstétta og skorar á stjórnvöld að ganga að samningaborðinu sem fyrst. Ástand sem þetta líðist ekki lengur. Þetta kemur í ályktun frá félaginu.
Félagið segist harma þá stöðu sem stjórnvöld hafa sett íslenskt heilbrigðiskerfi í. Verkföll mikilvægra stétta innan heilbrigðisgeirans hafi staðið of lengi og haft lamandi áhrif á þjónustu við sjúklinga. „Nú þegar verkfall hjúkrunarfræðinga er skollið á telur stjórn FAL að botninn hafi tekið úr,“ segir í ályktuninni.
Verkfall tvö þúsund og eitt hundrað hjúkrunarfræðinga skall á miðnætti, og hefur haft áhrif á heilbrigðisstofnanir um land allt. Þá hefur verkfall hátt í fimm hundruð félagsmanna BHM, sem starfa á spítalanum, staðið yfir í ríflega sjö vikur.
Læknar segja ástandið ólíðandi
sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
