„Ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2015 16:46 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir „Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“ Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Í öllum tilvikum er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög og útgerðarfélög að fá úr þessu skorið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um mál sem nú er fyrir Hæstarétti sem varðar rétt sveitarfélaga til forkaupsréttar á skipum. Fyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum.Höfðu betur í héraði Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur.Vestmannaeyjabær nýtti forkaupsréttinn fyrir einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr bæjarfélaginu.fréttablaðið/óskarMálinu hefur nú verið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu, og fór málflutningur fram í Hæstarétti í morgun. Elliði segir ljóst að ef niðurstaða Hæstaréttar verður sú að útgerðir þurfi ekki að virða þennan eina rétt íbúa sem er byggður inn í lögin þá sé ljóst að það verði mikil krafa á löggjafann að skerpa mjög á forkaupsréttarheimildinni.Tryggja rétt íbúanna „Og tryggja að íbúarnir hafi einhvern rétt. Það sé ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum,“ segir Elliði.Sjá einnig:Vestmannaeyingar saka Magnús Kristinsson um laumuspil Vestmannaeyjabær nýtti til að mynda forkaupsréttinn fyrir um einu og hálfu ári þegar selja átti bátinn Portland úr byggðarlaginu. „Og okkur var gefinn kostur á forkaupsrétti og við notuðum hann og tryggðum þannig að þessi tækifæri sem fylgja þessum aflaheimildum á þessum bátum verða áfram í Vestmannaeyjum.“Forkaupsrétturinn nær ekki yfir aflaheimildir Hér ber þó að hafa í huga að samkvæmt lögum nær þessi forkaupsréttur aðeins til skipa. Í tilviki Vestmannaeyjabæjar var verið að selja skip með aflaheimildum. Hafnarfjarðarbær höfðaði mál gegn Stálskipum og krafðist forkaupsréttar á aflaheimildum sem fyrirtækið hafði selt úr sveitarfélaginu árið 2013 til Síldarvinnslunnar, Útgerðarfélags Akureyringa, Samherja Íslandi og Gjögurs. Skipið sjálft, Þór HF 4, var hins vegar selt til Rússlands. Var það túlkun Héraðsdóms Reykjaness að forkaupsréttur byggðarlaga vegna sölu á fiskveiðiskipum næði yfir skip en ekki aflaheimildir. Sjá dóminn hér.Aflanum landað oftar fyrir austan eftir söluna Salan á hlutafé Berg-Hugin er þó gengin í gegn og heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann. Annar bátanna er gerður út frá Vestmannaeyjum en aflanum er landað oftar fyrir austan en áður að sögn Elliða. Ef Hæstiréttur staðfestir dóm héraðsdóms þá er kaupsamningurinn að öllum líkindum ógildur og þarf væntanlega að vinda ofan af samrunanum. „Ég er vongóður um að þetta skerpi mjög á lögum um stjórn fiskveiða, það er lykilatriði.“
Tengdar fréttir Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. 30. ágúst 2012 16:06