Lífið

Sigga Dögg fékk topp einkunn: Með virkilega sterkan grindarbotn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldóra Eyjólfsdóttir mældi grindarbotninn á Sigríði Dögg.
Halldóra Eyjólfsdóttir mældi grindarbotninn á Sigríði Dögg. vísir
Í þættinum Ísland í dag fékk Sigríður Dögg Arnardóttir, kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, Halldóru Eyjólfsdóttur, sjúkraþjálfara, til að kanna hvort hún sé með sterkan eða slakan grindarbotn.  

Grindarbotninn styður við líffæri í grindarholi og passar að hægt sé að halda í sér þvagi og hægðum.

Grindarbotninn er metin á svokölluðum Oxford-kvarða sem er á bilinu 0-5. Þá er núll enginn spenna og fimm er góður samdráttur sem er haldið í fimm sekúndur og á móti mótstöðu.

Sigga Dögg var með nokkuð sterkan grindarbotn og mældist hún í yfir fjórum á Oxford-kvarðanum.

„Vá, bara topp einkunn. Ég er bara stolt af mér,“ segir hún.

Halldóra notar rafstaut til að mæla spennuna og til að aðstoða konur við að finna hvar og hvenær skuli spenna grindarbotninn.

Hér að neðan má sjá innslagið sem var í Íslandi í dag í gærkvöldi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.