Tyrfingur Tyrfingsson: Snobb Tyrfingur Tyrfingsson skrifar 27. maí 2015 13:03 Tyrfingur Pistillinn birtist fyrst í öðru tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins. Ég var alltaf á einhverju fylleríi með hundleiðinlegum leðurhomma á bar í London sem seldi kengúruhamborgara. Hann snobbaði fyrir námsmönnum þrátt fyrir að hafa eytt rétt rúmum 10 mínútum í skóla sjálfur. Hann vandi komur sínar á háskólabari vegna þess að menntun er smitandi. Barnafita og Rósa IngólfsVið þekktumst ekkert en hittumst oft. Við vorum sammála um að öll samtímamyndlist líkti eftir gamaldags barnaefni en hann elskaði verk módernista. Hann var grindhoraður af því að í hjartanu var hann balletdansari en stútfullur af bjúg sem silaðist skipulega á milli andlits og fingra. Hann var eldri en gamla testamentið og þreytandi eins og allt einmana fólk. Svo átti hann ömurlegan mann sem hét Charlie eða John eða eitthvað. Charlie eða John var úr silkimjúkri barnafitu og rúllukragabol eins og öll börn breskrar yfirstéttar og snobbaði endalaust fyrir hörku fátæklinga í rúminu. Augun í Charlie eða John voru lin en þóttust öllu vön. Charlie eða John gerði í því að láta sér hvergi bregða og sýndi engin svipbrigði. Þeir sem snobba fyrir æsku sýna engin svipbrigði af ótta við að fá hrukkur. Leðurhomminn hreifst af barnslegri fitunni á hnakkanum og bakinu á Charlie eða John enda málaði Leðurhomminn módernískar myndir af ungum drengjum í baði. Ég reyndi að útskýra allt þetta með Rósu Ingólfs og baðið hennar (fræga myndin er nefnilega EKKI tekin í hennar eigin baðkari á hennar eigin heimili heldur á heimili annarra). Þá sagði hann það leðurhommalegasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt: „Heimurinn snobbar ekki lengur fyrir því sérstaka og sanna ...“ en bætti svo spekingslega við: „Það mun breytast.“Ariel FutureKenning Leðurhommans var sú að snobb væri til marks um algjöra auðmýkt, að þú viðurkenndir að einhver gæti einhvers staðar gert eitthvað betur en þú. Hann hafði ekki neytt heróíns í mörg ár og snobbaði fyrir því. Ég svona ýjaði að því að kannski væri hann skemmtilegri dauður. Leðurhomminn vildi ekki lykta illa og var honum kappsmál að anga af Ariel Future sem er auðvitað vonlaust ef maður tekur inn mikið af heróíni. Til að lykta skár hafði hann fengið sér vinnu sem skafari á Bond Street. Tengdamamma Leðurhommans vildi heldur að hann ynni ekki en á Bond Street en auðvitað þóttist okkar maður vera mikill alþýðupési. Skafari skefur upp lík fólks sem hendir sér fyrir lestir í neðanjarðarkerfinu í London. Eða hringir öllu heldur í sjúkrabíl, bíður og aðstoðar svo við að skafa líkið upp. Leðurhomminn var svo heppinn að eðlisfari að hann fann eitt af þessum störfum í stórborgum þar sem maður gerir ekki neitt nema kannski tvisvar á ári (yfirleitt á jólum). Verst þótti honum ef líkin voru með lífsmarki því þá þurfti að stoppa alla umferð á meðan fagfólk þóttist hnoða lífi í restarnar á teinunum. Fólk snobbar endalaust fyrir björgunaraðgerðum.Jakki af líkiHroki er þrálátur skortur á snobbi því sá sem snobbar ekki trúir því að ekkert sé betra en annað og allt nokkurn veginn jafn ómerkilegt. Hann geti því sjálfur gert allt. Hann trúir því að allar greiningar lækna séu rangar. Á Alþingi Íslendinga snobbar fólk ekki fyrir neinu. Fólk þorir ekki í Hörpu því að þar bíða snobbhænsni með fiðlur en það lætur hafa sig út í Paintboll og grill í Faxafeni með hinum foreldrunum í leikskólanum. Því miður snobba fullvaxta Íslendingar aðeins fyrir niðurgreiddu hópefli. Einn morguninn sátum við Leðurhomminn í reyknum og hneyksluðumst á kengúruhamborgaranum þegar ég missti tóbakið hans í gólfið. Hann tók það upp í hvínandi fússi og setti upp einhvern svona svip. Eins og allir módernistar þá snobbaði Leðurhomminn fyrst og fremst fyrir dauðanum. Ég reyndi sleikja úr honum fýluna með því að spyrja hvort jakkinn hans væri jakki af líki. Leðurhomminn játti því. Og þannig hafði ég klekkt á honum, því jakkinn sem hann var í daginn áður átti líka að hafa verið jakki af líki! Hvernig gat það verið að á einum sólarhring hefðu tveir menn sem notuðu sömu jakkastærð hent sér fyrir lest og einhverjum fjörgömlum leðurhomma tekist að drösla þeim úr jökkunum áður en sjúkrabíllinn kom?Að snobba sig undan fúski dagannaLeðurhomminn var lygari en allt sem hann sagði um snobbið var vel til fundið. Honum láðist bara að snobba fyrir sannleikanum. Maður á samt að hlusta á leðurhomma því þeir reynast oft forspáir. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi er alin upp við það að snobb sé ekki bara hallærislegt heldur beinlínis hættulegt. Kynslóðin er kölluð sjálfhverf en hún er ósköp einfaldlega snobbuð. Þetta er kynslóð sem býr sjálf til sína sjónvarpsdagskrá og googlar það sem kennarinn segir til að gá hvort það sé rétt. Hún snobbar fyrir sjálfri sér og vill það besta fyrir sig. Dagar snobbleysis og gervirósa eru taldir. Alþingi Glamour Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Tískuvikan í New York: Tommy kom aftur með sumarið Glamour Þetta er það sem Lily-Rose Depp geymir í töskunni sinni Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Glamour Það tók 1.700 klukkustundir að sauma kjól Emmu Stone Glamour Segir teikningar af brúðarkjól Middleton stolnar Glamour Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Glamour Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Glamour
Pistillinn birtist fyrst í öðru tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins. Ég var alltaf á einhverju fylleríi með hundleiðinlegum leðurhomma á bar í London sem seldi kengúruhamborgara. Hann snobbaði fyrir námsmönnum þrátt fyrir að hafa eytt rétt rúmum 10 mínútum í skóla sjálfur. Hann vandi komur sínar á háskólabari vegna þess að menntun er smitandi. Barnafita og Rósa IngólfsVið þekktumst ekkert en hittumst oft. Við vorum sammála um að öll samtímamyndlist líkti eftir gamaldags barnaefni en hann elskaði verk módernista. Hann var grindhoraður af því að í hjartanu var hann balletdansari en stútfullur af bjúg sem silaðist skipulega á milli andlits og fingra. Hann var eldri en gamla testamentið og þreytandi eins og allt einmana fólk. Svo átti hann ömurlegan mann sem hét Charlie eða John eða eitthvað. Charlie eða John var úr silkimjúkri barnafitu og rúllukragabol eins og öll börn breskrar yfirstéttar og snobbaði endalaust fyrir hörku fátæklinga í rúminu. Augun í Charlie eða John voru lin en þóttust öllu vön. Charlie eða John gerði í því að láta sér hvergi bregða og sýndi engin svipbrigði. Þeir sem snobba fyrir æsku sýna engin svipbrigði af ótta við að fá hrukkur. Leðurhomminn hreifst af barnslegri fitunni á hnakkanum og bakinu á Charlie eða John enda málaði Leðurhomminn módernískar myndir af ungum drengjum í baði. Ég reyndi að útskýra allt þetta með Rósu Ingólfs og baðið hennar (fræga myndin er nefnilega EKKI tekin í hennar eigin baðkari á hennar eigin heimili heldur á heimili annarra). Þá sagði hann það leðurhommalegasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt: „Heimurinn snobbar ekki lengur fyrir því sérstaka og sanna ...“ en bætti svo spekingslega við: „Það mun breytast.“Ariel FutureKenning Leðurhommans var sú að snobb væri til marks um algjöra auðmýkt, að þú viðurkenndir að einhver gæti einhvers staðar gert eitthvað betur en þú. Hann hafði ekki neytt heróíns í mörg ár og snobbaði fyrir því. Ég svona ýjaði að því að kannski væri hann skemmtilegri dauður. Leðurhomminn vildi ekki lykta illa og var honum kappsmál að anga af Ariel Future sem er auðvitað vonlaust ef maður tekur inn mikið af heróíni. Til að lykta skár hafði hann fengið sér vinnu sem skafari á Bond Street. Tengdamamma Leðurhommans vildi heldur að hann ynni ekki en á Bond Street en auðvitað þóttist okkar maður vera mikill alþýðupési. Skafari skefur upp lík fólks sem hendir sér fyrir lestir í neðanjarðarkerfinu í London. Eða hringir öllu heldur í sjúkrabíl, bíður og aðstoðar svo við að skafa líkið upp. Leðurhomminn var svo heppinn að eðlisfari að hann fann eitt af þessum störfum í stórborgum þar sem maður gerir ekki neitt nema kannski tvisvar á ári (yfirleitt á jólum). Verst þótti honum ef líkin voru með lífsmarki því þá þurfti að stoppa alla umferð á meðan fagfólk þóttist hnoða lífi í restarnar á teinunum. Fólk snobbar endalaust fyrir björgunaraðgerðum.Jakki af líkiHroki er þrálátur skortur á snobbi því sá sem snobbar ekki trúir því að ekkert sé betra en annað og allt nokkurn veginn jafn ómerkilegt. Hann geti því sjálfur gert allt. Hann trúir því að allar greiningar lækna séu rangar. Á Alþingi Íslendinga snobbar fólk ekki fyrir neinu. Fólk þorir ekki í Hörpu því að þar bíða snobbhænsni með fiðlur en það lætur hafa sig út í Paintboll og grill í Faxafeni með hinum foreldrunum í leikskólanum. Því miður snobba fullvaxta Íslendingar aðeins fyrir niðurgreiddu hópefli. Einn morguninn sátum við Leðurhomminn í reyknum og hneyksluðumst á kengúruhamborgaranum þegar ég missti tóbakið hans í gólfið. Hann tók það upp í hvínandi fússi og setti upp einhvern svona svip. Eins og allir módernistar þá snobbaði Leðurhomminn fyrst og fremst fyrir dauðanum. Ég reyndi sleikja úr honum fýluna með því að spyrja hvort jakkinn hans væri jakki af líki. Leðurhomminn játti því. Og þannig hafði ég klekkt á honum, því jakkinn sem hann var í daginn áður átti líka að hafa verið jakki af líki! Hvernig gat það verið að á einum sólarhring hefðu tveir menn sem notuðu sömu jakkastærð hent sér fyrir lest og einhverjum fjörgömlum leðurhomma tekist að drösla þeim úr jökkunum áður en sjúkrabíllinn kom?Að snobba sig undan fúski dagannaLeðurhomminn var lygari en allt sem hann sagði um snobbið var vel til fundið. Honum láðist bara að snobba fyrir sannleikanum. Maður á samt að hlusta á leðurhomma því þeir reynast oft forspáir. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi er alin upp við það að snobb sé ekki bara hallærislegt heldur beinlínis hættulegt. Kynslóðin er kölluð sjálfhverf en hún er ósköp einfaldlega snobbuð. Þetta er kynslóð sem býr sjálf til sína sjónvarpsdagskrá og googlar það sem kennarinn segir til að gá hvort það sé rétt. Hún snobbar fyrir sjálfri sér og vill það besta fyrir sig. Dagar snobbleysis og gervirósa eru taldir.
Alþingi Glamour Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Tískuvikan í New York: Tommy kom aftur með sumarið Glamour Þetta er það sem Lily-Rose Depp geymir í töskunni sinni Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Glamour Það tók 1.700 klukkustundir að sauma kjól Emmu Stone Glamour Segir teikningar af brúðarkjól Middleton stolnar Glamour Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Glamour Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Glamour