Starfsmenn Kaupþings fá tug milljóna bónusa verði nauðasamningar samþykktir ingvar haraldsson skrifar 27. maí 2015 10:14 Lykilstarfsmenn slitabús Kaupþings eiga von á háum bónusgreiðslum takist nauðasamningar. vísir/gva Stór hópur núverandi og fyrrverandi starfsmanna slitabús Kaupþings á von á tug milljóna bónusgreiðslum fáist nauðasamningar slitabúsins samþykktir fyrir íslenskum dómstólum. DV greinir frá þessu í dag. Samanlagt munu bónusgreiðslurnar minnst nema hundruð milljónum króna og gætu jafnvel verið hærri en milljarður króna. Lykilstarfsmenn og æðstu stjórnendur slitabúanna eiga von á hæstu greiðslunum, sem numið gætu þrjátíu til fimmtíu milljónum króna eða allt að árslaunum þeirra. Flestir starfsmenn Kaupþings fá hins vegar greidda bónusa sem nema þriggja til sex mánaða launum eða á milli fimm og tíu milljónum króna samkvæmt því sem fram kemur í DV.Meðallaun í Kaupþingi 1,6 milljónir á mánuði Meðallaun starfsmanna Kaupþings samkvæmt ársreikningi ársins 2014 voru 1,6 milljónir króna á mánuði. Að meðaltali störfuðu 50 starfsmenn hjá Kaupþingi á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum DV voru samningarnir gerðir á árunum 2012 og 2013. Þá hafi verið ljóst að áform um að ljúka uppgjöri slitabúsins með nauðasamningum myndu ekki gagna eftir að svo stöddu vegna þess að Seðlabanki Íslands hafnaði því að veita slitabúinu undanþágu frá gjaldeyrishöftum þar sem áætlun um afnám hafta hafi ekki legið fyrir.Háar greiðslur fyrir stjórnarsetu erlendis Þá er einnig greint frá því að þeir starfsmenn slitabúsins sem sitji í stjórnum erlendis fái fyrir það umtalsverðar launagreiðslur. Til að mynda sitji Jóhann Pétur Reyndal, yfirmaður eignastýringar Kaupþings og Aurora Fashions sem yfirtók rekstur helstu verslunarkeðja Mosaic Fashions. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Karen Millen Group hafi launagreiðslur til fimm stjórnarmanna, á rekstarárinu sem lauk í mars 2014, numið 1,4 milljónum punda eða um 290 milljóna króna. Að meðaltali hafi launin því numið 58 milljónum króna á hvern stjórnarmann á ári. Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Stór hópur núverandi og fyrrverandi starfsmanna slitabús Kaupþings á von á tug milljóna bónusgreiðslum fáist nauðasamningar slitabúsins samþykktir fyrir íslenskum dómstólum. DV greinir frá þessu í dag. Samanlagt munu bónusgreiðslurnar minnst nema hundruð milljónum króna og gætu jafnvel verið hærri en milljarður króna. Lykilstarfsmenn og æðstu stjórnendur slitabúanna eiga von á hæstu greiðslunum, sem numið gætu þrjátíu til fimmtíu milljónum króna eða allt að árslaunum þeirra. Flestir starfsmenn Kaupþings fá hins vegar greidda bónusa sem nema þriggja til sex mánaða launum eða á milli fimm og tíu milljónum króna samkvæmt því sem fram kemur í DV.Meðallaun í Kaupþingi 1,6 milljónir á mánuði Meðallaun starfsmanna Kaupþings samkvæmt ársreikningi ársins 2014 voru 1,6 milljónir króna á mánuði. Að meðaltali störfuðu 50 starfsmenn hjá Kaupþingi á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum DV voru samningarnir gerðir á árunum 2012 og 2013. Þá hafi verið ljóst að áform um að ljúka uppgjöri slitabúsins með nauðasamningum myndu ekki gagna eftir að svo stöddu vegna þess að Seðlabanki Íslands hafnaði því að veita slitabúinu undanþágu frá gjaldeyrishöftum þar sem áætlun um afnám hafta hafi ekki legið fyrir.Háar greiðslur fyrir stjórnarsetu erlendis Þá er einnig greint frá því að þeir starfsmenn slitabúsins sem sitji í stjórnum erlendis fái fyrir það umtalsverðar launagreiðslur. Til að mynda sitji Jóhann Pétur Reyndal, yfirmaður eignastýringar Kaupþings og Aurora Fashions sem yfirtók rekstur helstu verslunarkeðja Mosaic Fashions. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Karen Millen Group hafi launagreiðslur til fimm stjórnarmanna, á rekstarárinu sem lauk í mars 2014, numið 1,4 milljónum punda eða um 290 milljóna króna. Að meðaltali hafi launin því numið 58 milljónum króna á hvern stjórnarmann á ári.
Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira