Það er plötusnúðurinn Natalie G. Gunnarsdóttir sem túlkar texta lagsins á sinn hátt.
Sjá einnig: Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“
Um er að ræða fjórða textamyndbandið frá OMAM en fyrr höfðu komið út samskonar textamyndbönd við lögin Crystals og I of the Storm og Empire. Siggi Sigurjónsson fór á kostum í fyrsta myndbandinu og þá við lagið Crystals.
Sjá einnig: „Ekki oft sem maður fær svona tækifæri svo ég stökk af stað“
Því næst var komið að Atla Frey Demant sem túlkaði lagið I of the Storm. Leikkonan Guðrún Bjarnadóttir sá síðan um að túlka lagið Empire.
Neðst í fréttinni má sjá öll fjögur myndböndin.
Þann 4. maí hefst tónleikaferð hljómsveitarinnar. Fyrst er förinni heitið til Norður-Ameríku en sveitin heldur síðan til Evrópu í júní.
Önnur breiðskífa Of Monsters And Men kemur út hér á landi þann 8. júní á vegum Record Records.
Platan kemur til með að innihalda ellefu lög þegar hún kemur út erlendis en hér á landi, og á viðhafnarútgáfum, munu lögin Backyard og Winter Sound bætast við. Þau verða því alls þrettán.
Síðasta ári hefur sveitin varið í Los Angeles og á Íslandi með upptökustjóranum Rich Costey sem hefur meðal annars unnið með sveitum á borð við Muse, Foster The People og Death Cab For Cutie.
Síðan fyrsta plata sveitarinnar kom út hefur leiðin legið upp á við og hljómsveitin spilað á fjölmörgum hátíðum víða um heim. Einnig hafa lög hennar heyrst í kynningarmyndböndum meðal annars fyrir iPhone 5 og The Secret Life of Walter Mitty auk þess að lagið Silhouetts var sérsamið fyrir kvikmyndina The Hunger Games: Cathing Fire.
Lagalisti Beneath the Skin:
Crystals
Human
Hunger
Wolves Without Teeth
Empire
Slow Life
Organs
Black Water
Thousand Eyes
I Of The Storm
We Sink
Backyard
Winter Sound