Innlent

Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Liam Neeson er vinsæll á mörgum heimilum enda farið á kostum í mörgum kvikmyndum undanfarna áratugi. Fróðlegt verður að sjá hversu vinsæl íslenska útgáfan af nafni hans verður hér á landi.
Liam Neeson er vinsæll á mörgum heimilum enda farið á kostum í mörgum kvikmyndum undanfarna áratugi. Fróðlegt verður að sjá hversu vinsæl íslenska útgáfan af nafni hans verður hér á landi. Vísir/Getty
Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan.

Í úrskurði mannanafnanefndar kemur fram að Líam taki íslenskri beyginu í eignarfalli og uppfylli að öðru leyti ákvæði laga um mannanöfn. Hið sama gildi um nafnið Kvasi og Góði. Minnt er á að nokkur karlkyns eiginnöfn séu leidd af lýsingarorðum í frumstigi eins og Tryggvi, af lýsingarorðinu tryggur, og Fróði af fróður.

Í rökstuðningi nefndarinnar fyrir því hvers vegna Prinsessa er ekki samþykkt kemur meðal annars fram að eiginnöfn megi ekki vera þannig að þau verði nafnbera til ama.

Nánar um úrskurði Mannanafnanefndar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×