Neyðarmönnun í sumum tilfellum betri en gengur og gerist Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:00 Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki útlit fyrir að verkfalli hjúkrunarfræðinga verði afstýrt. Vísir/GVA Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann. Verkfall 2016 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira