Týr á leið heim og fer aftur út Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:00 Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Aldrei fyrr hefur áhöfn íslenskra varðskipa þurft að sinna björgunarstarfi af sömu stærðargráðu og á Miðjarðarhafinu undanfarna mánuði, segir Einar Hreiðar Valsson, skipherra á varðskipinu Tý sem er nú á siglingu aftur til Íslands. Skipið heldur aftur út í haust. Ílengdust um fjóra mánuði vegna flóttafólksVarðskipið Týr hefur í nærri hálft ár sinnt gæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Skipið átti samkvæmt áætlun að koma heim í byrjun febrúar, eftir tveggja mánaða eftirlit. Þá var áhöfn Týs hins vegar stödd í miðjum og fordæmalausum flóttamannavanda vegna átaka og neyðar í Norður Afríku, Sýrlandi, Afganistan, Súdan and Írak. Einar sagði við fréttir Stöðvar 2 í kvöld, að erfiðasta verkefnið hefði verið að bjarga fólki, lífs eða liðnu úr hafinu.Ekki kynnst slíku áður„Þetta er búið að vera alveg gífurlegur skóli fyrir okkur hér í vetur. Þetta er náttúrulega björgunarstarf af þeirri stærðargráðu sem við höfum aldrei kynnst áður. Mér telst til að skipið hafi komið að björgun, beint og óbeint að 3257 einstaklingum. Þetta er miklu stærra verkefni en við höfum tekið þátt í áður", segir Einar. „Stærsta málið hjá okkur er tæplega fjögur hundruð manns í einum bát og það er gífurlega mikið".Búist við verra ástandi í sumarFjölgað verður í landamæragæslunni á Miðjarðarhafinu í sumar og margar Evrópuþjóðir senda fleiri skip á svæðið. Í lok síðasta árs áætlaði Evrópusambandið að björgunarfloti Ítalíu hefði bjargað meira en 160 þúsund manns á því ári af Miðjarðarhafinu. Í þessum mánuði var 6600 flóttamönnum bjargað á aðeins einni helgi. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextíu þúsund manns hafi reynt að komast yfir hafið á ótraustum bátum á þessu ári. Vitað er um 365 þúsund flóttamenn sem hafa reynt að komast til betra lífs og yfir hafið til meginlandsins. Á milli Spánar og Marokkó í haust„Það hafa bæst við einingar á þetta svæði og verður fjölgað yfir sumarið því að það er mikill þrýstingur og mikill fjöldi að fara yfir hafið núna og verður sjálfsagt enn meiri aukning þegar kemur fram á sumarið, segir Einar og að Týr verðum á milli Spánar og Marokkó í september og október. Eftir það liggi ekki ljóst fyrir hvað taki við. Áætlað er að Týr komi til hafnar hér við land 2.júní nk.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira