Meara og eiginmaður hennar Jerry Stiller unnu lengi saman og voru meðal annars með innslög undir heitinu Stiller & Meara í spjallþættinum Ed Sullivan Show.
Meara var móðir leikarans Ben Stiller og kom til að mynda fram í litlu hlutverki í myndinni Zoolander í leikstjórn Stiller frá árinu 2001. Jerry Stiller lék einnig í myndinni.
Feðgarnir Jerry og Ben Stiller staðfestu í yfirlýsingu að Meara væri látin, en gáfu engar frekari upplýsingar.
Meara starfaði lengi í sjónvarpi og kom meðal annars fram í þáttunum „All My Children“, „Rhoda“, „Alf“, „Sex and the City“ og „The King of Queens“.
Auk Ben átti Meara eina dóttur og nokkur barnabörn.