Stóra leðurbuxnamálið: Borgarstjóra standa til boða buxur sem kepptu í Eurovision Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. maí 2015 21:00 Ross Geller úr sjónvarsþáttunum Friends tengist fréttinni ekki beint. Vísir Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, hefur boðið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Sem kunnugt er, hét Dagur því að mæta í leðurbuxum til vinnu, færu Svíar með sigur af hólmi í úrslitakeppni Eurovision. Hinn sænski Måns Zelmerlöv, sem klæddist einmitt leðurbuxum á sviðinu og vakti mikla athygli fyrir, vann keppnina með laginu Heroes og hefur Dagur lýst því yfir að hann muni standa við heitið. Hann auglýsti eftir leðurbuxum í réttri stærð á Twitter eftir keppni.Auglýsi eftir leðurbuxum í stærð 33/33 eða 50. Til notkunar á þriðjudag. #12stig #deilihagkerfið #loforðeruloforð— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 23, 2015 Þónokkrir hafa boðið slíkan grip fram á Twitter, meðal þeirra Rúnar Freyr Gíslason leikari, sem klæddist slíkri flík þegar hann fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Grease fyrir nokkrum árum. Leðurbuxurnar sem Stefán Þór býður fram hafa þó ákveðna sérstöðu, þær hafa nefnilega „keppt“ í Eurovision. „Þetta eru buxur sem ég var í í keppninni 2007,“ segir Stefán Þór. „Þær eru með reynslu.“ Stefán lék á gítar í laginu Valentine Lost, sem Eiríkur Hauksson flutti fyrir hönd Íslendinga í Finnlandi árið 2007. Það lag var einmitt síðasta framlag Íslendinga sem komst ekki áfram úr undankeppninni þar til nú í ár. „Það gekk jafn vel eða illa,“ segir Stefán. „Evrópa var ekki tilbúin í þetta.“Til hamingju Svíar. Og María og þið öll hin, þetta var mjög til sóma fannst mér. Notaði helgina í tiltekt. Geymslan ...Posted by Bjarni Benediktsson on 24. maí 2015Stefán segist vilja athuga hvort Dagur geti fært gleði í leðurbuxurnar, þrátt fyrir að þær hafi gengið í gegnum mikil vonbrigði á sínum tíma. Hann sendi Degi skilaboð á Twitter, sem borgarstjórinn hefur smellt á „favourite“ við. En eru buxurnar mikið notaðar? „Rosalega lítið,“ svarar Stefán. „Þetta eru sparibuxur. Þær eru notaðar við sérstök tækifæri.“ Eurovision Tengdar fréttir Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24 Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Stefán Þór Steindórsson, byggingafræðingur og gítarleikari, hefur boðið Degi B. Eggertssyni borgarstjóra afnot af leðurbuxunum sínum. Sem kunnugt er, hét Dagur því að mæta í leðurbuxum til vinnu, færu Svíar með sigur af hólmi í úrslitakeppni Eurovision. Hinn sænski Måns Zelmerlöv, sem klæddist einmitt leðurbuxum á sviðinu og vakti mikla athygli fyrir, vann keppnina með laginu Heroes og hefur Dagur lýst því yfir að hann muni standa við heitið. Hann auglýsti eftir leðurbuxum í réttri stærð á Twitter eftir keppni.Auglýsi eftir leðurbuxum í stærð 33/33 eða 50. Til notkunar á þriðjudag. #12stig #deilihagkerfið #loforðeruloforð— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 23, 2015 Þónokkrir hafa boðið slíkan grip fram á Twitter, meðal þeirra Rúnar Freyr Gíslason leikari, sem klæddist slíkri flík þegar hann fór með aðalhlutverkið í söngleiknum Grease fyrir nokkrum árum. Leðurbuxurnar sem Stefán Þór býður fram hafa þó ákveðna sérstöðu, þær hafa nefnilega „keppt“ í Eurovision. „Þetta eru buxur sem ég var í í keppninni 2007,“ segir Stefán Þór. „Þær eru með reynslu.“ Stefán lék á gítar í laginu Valentine Lost, sem Eiríkur Hauksson flutti fyrir hönd Íslendinga í Finnlandi árið 2007. Það lag var einmitt síðasta framlag Íslendinga sem komst ekki áfram úr undankeppninni þar til nú í ár. „Það gekk jafn vel eða illa,“ segir Stefán. „Evrópa var ekki tilbúin í þetta.“Til hamingju Svíar. Og María og þið öll hin, þetta var mjög til sóma fannst mér. Notaði helgina í tiltekt. Geymslan ...Posted by Bjarni Benediktsson on 24. maí 2015Stefán segist vilja athuga hvort Dagur geti fært gleði í leðurbuxurnar, þrátt fyrir að þær hafi gengið í gegnum mikil vonbrigði á sínum tíma. Hann sendi Degi skilaboð á Twitter, sem borgarstjórinn hefur smellt á „favourite“ við. En eru buxurnar mikið notaðar? „Rosalega lítið,“ svarar Stefán. „Þetta eru sparibuxur. Þær eru notaðar við sérstök tækifæri.“
Eurovision Tengdar fréttir Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24 Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44 Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44 Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Sjá meira
Måns tók lagið á flugvellinum í Stokkhólmi Nokkur fjöldi fólks var saman kominn til að taka á móti sænsku þjóðhetjunni Måns Zelmerlöw. 24. maí 2015 18:24
Dagur í leðurbuxur sigri Svíar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heitir því að mæta í leðurbuxum í vinnuna, sigri Svíar í Eurovision. 23. maí 2015 20:44
Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015 Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. 23. maí 2015 22:44
Dagur ætlar að standa við stóru orðin: Leitar að leðurbuxum Hét því á Twitter að mæta í leðurbuxum í ráðhúsið ef Måns Zelmerlöw stæði uppi sem sigurvegari í Eurovision. 23. maí 2015 23:02