Lífið

Íslendingar fengu flest stig frá Aserum

Nanna Elísa skrifar
Íslendingar hafa heillað Asera örlítið upp úr skónum að minnsta kosti.
Íslendingar hafa heillað Asera örlítið upp úr skónum að minnsta kosti. EurovisionTV
Ísland fékk aðeins 14 stig í sínum undanúrslitariðli í Eurovision þetta árið líkt og fram hefur komið. Nú hafa stigatöflurnar verið gerðar opinberar og þá má sjá að sex þjóðir gáfu Íslandi stig en við kepptum í síðari undanúrslitariðlinum.

Sú þjóð sem gaf okkur flest stig var Aserbaídjan en það sætir tíðindum þar sem sú þjóð hefur ekki reynst Íslendingum vel í stigagjöf í Eurovision hingað til. Hinar þjóðirnar, sem gáfu Íslandi 2 stig eða 1 stig, voru Írland, Noregur, Pólland og Svíþjóð.

Ísland hafnaði því í 15. sæti í sínum riðli en fyrir neðan okkur höfnuðu San Marínó með ellefu stig og Sviss sem hlaut aðeins 4 stig samtals.

Íslenskir kjósendur og dómnefnd veðjuðu rétt á sigurvegarann strax í upphafi en Måns frá Svíþjóð fékk 12 stig á meðan 10 stigin okkar féllu í skaut Norðmanna. Við gáfum Ísrael síðan 8 stig, Lettum 7 stig, Slóvenum 6 stig, Kýpur 5 stig, Tékklandi 4 stig, Póllandi 3 stig, Aserbaídjan 2 stig og Sviss 1 stig. Af þeim 10 þjóðum sem Íslendingar gáfu stig komust 8 upp úr undanúrslitunum.

Til þess að komast áfram hefði Ísland þurft að fá 39 stig til viðbótar þeim 14 sem við enduðum með. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.