Sjúklingar sendir heim ef til verkfalls kemur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 12:31 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Vísir/GVA Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson. Verkfall 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Um eitt hundrað legurýmum á Landspítalanum verður lokað ef til verkfalls hjúkrunarfræðinga kemur í næstu viku og sjúklingar verða sendir heim. Forstjóri spítalans segir að leggi hjúkrunarfræðingar niður störf verði um helmingur starfsfólks spítalans í verkfalli. Verkfallsaðgerðir lífeindafræðinga, náttúrufræðinga, geislafræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum hefur haft mikil áhrif á starfsemi spítalans. Nú þegar fjörtíu og sex dagar eru síðan að verkfallið hófst hefur hátt í 55 þúsund blóðtökum verið frestað og rúmlega sex þúsund myndgreiningarrannsóknum. Þá hefur hátt í fjögur hundruð skurðaðgerðum verið frestað og um sautján hundruð komum á dag- og göngudeildir spítalans. Þetta kemur fram í pistli Páls til starfsfólks spítalans á heimasíðu Landspítalans.Nú stefnir í að staðan gæti versnað enn frekar á spítalanum. Nærri fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hafa boðað ótímabundið verkfall næsta miðvikudag ef ekki verður samið fyrir þann tíma. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að ef af verður mun það hafa alvarleg áhrif á starfsemi spítalans. „Þar með er næstum því helmingur starfsfólks kominn í verkfall í rauninni þótt auðvitað vinni fólk og sinni bráðaþjónustu eftir undanþágulistum. Á góðum degi þegar að allir eru við vinnu þá er það heilmikið mál að tryggja öryggi sjúklinga og viðundandi þjónustu. Þannig að eins og gefur að skilja þá þegar að fimm fagfélög og næstum því helmingur starfsfólks er komið í verkfall er kominn í verkfall þá er alveg ljóst að það er veruleg ógn við öryggi fólks. Ég held að, með fullri virðingu fyrir efnahagslegum afleiðingum verkfalla, þá er þarna um líf og heilsu fólks að ræða og ég held að það sé það sem við ættum virkilega að hafa áhyggjur af,“ segir Páll. Þá segir Páll um fimmtán prósent af þeim legurýmum sem eru á spítalanum verði lokað ef til verkfalls kemur. „Við þurfum að loka ja að minnsta kosti hundrað rúmum. Einfaldlega vegna þess að okkar undanþágulistar eru þannig að það er ekki hægt að manna meira,“ segir Páll. Þetta felur í sér að sjúklingar verða útskrifaðir fyrr en ella. „Að sjálfsögðu þurfum við að senda fólk heim en við gerum það ekki ef að öryggi er ógnað og það gerir stöðuna flókna. Öll valkvæð starfsemi, allt sem getur beðið, það mun bíða en auðvitað geta hlutirnir ekki beðið endalaust og það er svo margt búið að bíða nú þegar vikum og mánuðum saman að ástandið er orðið býsna slæmt og það er í rauninni grafalvarlegt hvernig þetta ástand er að leika heilbrigðiskerfið,“ segir Páll Matthíasson.
Verkfall 2016 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira