Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2015 10:02 Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theódór Júlíusson að stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir héldu á rauða dregilinn. Mynd/Brynjar Snær Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort íslenska kvikmyndin Hrútar muni vinna til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. Grímur Hákonarsonar er leikstjóri myndarinnar. Hrútar fengu mjög góðar viðtökur þegar myndin var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrir um viku og risu áhorfendur meðal annars úr sætum og klöppuðu fyrir aðstandendum hennar í einar tíu mínútur að sýningu lokinni.Etur kappi við átján aðrar myndirÍ tilkynningu segir að myndin hafi hlotið lofsamlega dóma í mörgum af stærstu og virtustu kvikmyndatímaritum heims – tímaritum á borð við Hollywood Reporter, Variety og Screen. Þá hafi hún fengið fimm stjörnur í tímaritinu The Upcoming. Hrútar etja kappi við átján aðrar kvikmyndir um Un Certain Regard verðlaunin.Ótrúlegar móttökurGrímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, aðstandendur myndarinnar hafa fengið ótrúlegar móttökur í Cannes og frábæra dóma. „Við gætum eiginlega ekki beðið um meira. Við bíðum vissulega spenntir eftir verðlaunaafhendingunni í kvöld en hlökkum eiginlega meira til að frumsýna myndina heima.“ Hrútar verða frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn kemur en fer í almenna sýningu á fimmtudaginn.Önnur íslenska myndin sem keppir í flokknumHrútar er önnur íslenska kvikmyndin sem kemst í Un Certain Regard keppnina. Árið 1993 komst hin goðsagnakennda mynd Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson þangað. Það þykir mikill heiður fyrir unga og upprennandi leikstjóra að vera valinn í þennan flokk. Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach var valin í Un Certain Regard árið 2003 en hún var frönsk framleiðsla og Dagur Kári Pétursson var valinn með dönsku myndina Voksne Mennsker árið 2005. „Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar og Björns Viktorssonar. Myndin hefur einnig vakið athygli út fyrir kvikmyndaiðnaðinn því ritstjóri franska tímaritsins Pâtre et La chèvre, sem er tileinkað sauðfé, hefur sýnt myndinni mikinn áhuga,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00 Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17 Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort íslenska kvikmyndin Hrútar muni vinna til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. Grímur Hákonarsonar er leikstjóri myndarinnar. Hrútar fengu mjög góðar viðtökur þegar myndin var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrir um viku og risu áhorfendur meðal annars úr sætum og klöppuðu fyrir aðstandendum hennar í einar tíu mínútur að sýningu lokinni.Etur kappi við átján aðrar myndirÍ tilkynningu segir að myndin hafi hlotið lofsamlega dóma í mörgum af stærstu og virtustu kvikmyndatímaritum heims – tímaritum á borð við Hollywood Reporter, Variety og Screen. Þá hafi hún fengið fimm stjörnur í tímaritinu The Upcoming. Hrútar etja kappi við átján aðrar kvikmyndir um Un Certain Regard verðlaunin.Ótrúlegar móttökurGrímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, aðstandendur myndarinnar hafa fengið ótrúlegar móttökur í Cannes og frábæra dóma. „Við gætum eiginlega ekki beðið um meira. Við bíðum vissulega spenntir eftir verðlaunaafhendingunni í kvöld en hlökkum eiginlega meira til að frumsýna myndina heima.“ Hrútar verða frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn kemur en fer í almenna sýningu á fimmtudaginn.Önnur íslenska myndin sem keppir í flokknumHrútar er önnur íslenska kvikmyndin sem kemst í Un Certain Regard keppnina. Árið 1993 komst hin goðsagnakennda mynd Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson þangað. Það þykir mikill heiður fyrir unga og upprennandi leikstjóra að vera valinn í þennan flokk. Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach var valin í Un Certain Regard árið 2003 en hún var frönsk framleiðsla og Dagur Kári Pétursson var valinn með dönsku myndina Voksne Mennsker árið 2005. „Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar og Björns Viktorssonar. Myndin hefur einnig vakið athygli út fyrir kvikmyndaiðnaðinn því ritstjóri franska tímaritsins Pâtre et La chèvre, sem er tileinkað sauðfé, hefur sýnt myndinni mikinn áhuga,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00 Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17 Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00
Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17
Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31
Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15
„Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07
Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00